Erlent

Ford ætlar að bjóða sig fram á ný að fjórum árum liðnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ford þurfti að draga sig í hlé þar sem hann er að berjast við krabbamein.
Ford þurfti að draga sig í hlé þar sem hann er að berjast við krabbamein. visir/ap
Íbúar í kanadísku stórborginni Toronto kusu sér nýjan borgarstjóra í gærkvöldi.

Síðustu ár hefur hinn litríki en afar umdeildi Rob Ford ráðið þar ríkjum en hann hafði meðal annars viðurkennt að hafa neytt harðra eiturlyfja í embætti.

Engu að síður var hann vinsæll hjá hluta kjósenda en hataður af öðrum. Ford bauð sig fram í kosningunum nú, en þurfti að draga sig í hlé þar sem hann er að berjast við krabbamein.

Bróðir hans fór í staðinn í framboð en hafði ekki erindi sem erfiði og mótframbjóðandinn John Tory fékk flest atkvæðin. Rob Ford var þó kjörinn í bæjarstjórn í einu hverfa borgarinnar og segist ætla að bjóða sig fram til borgarstjóra á ný að fjórum árum liðnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×