„Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2014 07:38 visir/aðsend/getty „Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd. Síðan eru liðin ellefu ár og ég er fullviss um að ég treysti mér ekki til að skjóta úr Glock eða hríðskotariffli. Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi.“ Svona hefst aðsend grein í Fréttablaðinu eftir Eyrúnu Eyþórsdóttur, lögreglukona, sem birtist einnig á Vísi í morgun. Í febrúar á þessu ári fengu Landhelgisgæslan og lögreglan 250 MP5-hríðskotabyssur frá norska hernum. Gæslan gerir ráð fyrir að þurfa ekki að greiða fyrir byssurnar þar sem tíðkast hefur hingað til að herinn hafi ekki rukkað fyrir álíka sendingar til Íslendinga. Lögreglan fékk hundrað og fimmtíu byssur en Landhelgisgæslan eitt hundrað. „Ég hef, sem betur fer, í starfi mínu sem lögreglukona aldrei verið í aðstæðum þar sem ég óttast um líf mitt. Þó hef ég lent í átökum, sinnt ölvuðu og vímuðu fólki, unnið að rannsókn morðmála og alvarlegra ofbeldisglæpa og svo framvegis.“ Eyrún segist starfa faglega, treysta á hyggjuvitið, haft traust á félögunum og vitað að í sérsveitinni séu vel þjálfaðir lögreglumenn, sem geti farið vopnaðir í aðstæður sem þess krefjast. „Umræðan um aukinn vopnaburð lögreglumanna kom mér því í opna skjöldu. Auðvitað hefur þetta verið rætt á kaffistofum lögreglustöðvarinnar í gegnum tíðina og sitt sýnist hverjum en aldrei hefur umræðan verið á alvarlegum nótum og aldrei áður hef ég átt á hættu að taka líf.“ Eyrún segir umræðuna um öryggi lögreglumanna og þjóðarinnar ranga. „Rökstuðningurinn með vopnum hefur meðal annars verið sá að víða eru lögreglumenn fáir, jafnvel einir að störfum, og langt í aðstoð. Aðrir hafa rætt um aukna hörku í undirheimunum, mikla vopnaeign íslendinga og svo framvegis. Allt eru þetta rök, en ekki með aukinni vopnavæðingu heldur með eflingu á lögreglunni.“ Hún segir margar rannsóknir sýni fram á það að öryggi aukist ekki með vopnaburði lögreglumanna heldur þvert á móti. „Í stað þess að ræða um vopnavæðingu mætti ræða á alvarlegum nótum um fjölgun lögreglumanna en þeim hefur fækkað töluvert eftir hrun og eru langt undir þeim viðmiðum sem eðlilegt getur talist. Fámenn lögreglulið og jafnvel staðir þar sem aðeins einn lögreglumaður er að störfum segir sig sjálft að auki hvorki né tryggi öryggi almennings.“ Eyrún segir að herbragurinn á námi lögreglumannsins þurfi að víkja fyrir húmanískri nálgun. „Þá þurfa laun lögreglumanna að hækka til að tryggja að gott fólk haldist í lögreglunni og vilji ganga í lögregluna. Lögreglan sinnir mikilvægri samfélagslegri þjónustu og lögreglumenn víkja sér ekki undan því að starfa við allskyns aðstæður á öllum tímum sólarhringsins og það ætti að skila sér í launaumslagið.“ Þegar vopnahugmyndir eru skoðaðar segir Eyrún að lögreglan sé of fáliðuð og of lítið þjálfuð. „Því hrýs mér hugur ef stjórnvöld og yfirmenn lögreglu sjá það sem hagræðingu að vopnvæða lögregluna í stað þess að efla hana fjárhagslega, auka menntun og þjálfun og fjölga lögreglumönnum. Yfirmenn lögreglunnar geta ekki farið gegn straumnum og vopnað lögreglumenn þvert á skoðanir almennings. Stundum er talað um gjá á milli þings og þjóðar, nú skulum við passa að ekki verði til gjá á milli lögreglu og þjóðar.“ Tengdar fréttir Svör – strax! Það hefur varla farið fram hjá neinum að 250 stykki af MP5-hríðskotabyssum hafa bæst við vopnabúnað stjórnvalda. DV greindi frá málinu í síðustu viku og síðan það kom fyrst upp hefur það tekið á sig furðulegar myndir. 27. október 2014 07:00 „Lögreglan í Danmörku er ekki einu sinni með MP5“ „Krakkarnir mínir fá engar leikfangabyssur hér á Íslandi,“ segir Daninn Martin Christensen sem ákvað 17 ára gamall að ganga í danska herinn. 28. október 2014 08:44 Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Staðreyndirnar sem liggja fyrir í byssumálinu. 27. október 2014 13:11 Byssurnar um borð í skipin Landhelgisgæslan ætlar að nota þær eitt hundrað hríðskotabyssur sem hún fékk frá Norðmönnum um borð í skipunum sínum og í varahluti. 26. október 2014 13:14 Minna öryggi með vígbúnaði Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir að aukinn vopnaburður lögreglu ýti undir notkun á vopnum á meðal glæpamanna. Þá sé framandi veruleiki að lögreglan búi yfir hátæknivopnum, fólk hrylli við slíku. 27. október 2014 07:00 Ráðherrar sverja af sér vélbyssur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki haft nein afskipti af komu 250 MP5-hríðskotabyssa hingað til lands. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lögreglan hafi heimild til að endurnýja búnað sinn án þess að ráðherra skipti 25. október 2014 08:00 Þjóðverjar þurftu að samþykkja vopnagjöfina Landhelgisgæslunni er óheimilt að gefa þriðja aðila MP5 hríðskotabyssurnar án samþykkis þýskra stjórnvalda. 27. október 2014 17:47 Landhelgisgæslan reiknar ekki með að borga Forstjóri Landhelgisgæslunnar reiknar ekki með að Gæslan greiði fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi henni. Ráðherrum hafi ekki verið greint frá kaupunum en aðilar innan innanríkisráðuneytisins hafi vitað af þeim. 25. október 2014 18:56 Höfum fengið 310 hríðskotabyssur frá norska hernum frá 2011 Ríkislögreglustjóri óskaði eftir vopnum frá Norðmönnum en Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu vopnanna. 27. október 2014 16:27 Umræðan um byssurnar gæti skaðað ímynd lögreglunnar Skiptar skoðanir eru meðal almennings um vopnabúnað lögreglu, en eins og kunnugt er hafa Landhelgisgæslan og lögreglan fengið 250 MP5-hríðskotabyssur frá norska hernum. 27. október 2014 07:39 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd. Síðan eru liðin ellefu ár og ég er fullviss um að ég treysti mér ekki til að skjóta úr Glock eða hríðskotariffli. Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi.“ Svona hefst aðsend grein í Fréttablaðinu eftir Eyrúnu Eyþórsdóttur, lögreglukona, sem birtist einnig á Vísi í morgun. Í febrúar á þessu ári fengu Landhelgisgæslan og lögreglan 250 MP5-hríðskotabyssur frá norska hernum. Gæslan gerir ráð fyrir að þurfa ekki að greiða fyrir byssurnar þar sem tíðkast hefur hingað til að herinn hafi ekki rukkað fyrir álíka sendingar til Íslendinga. Lögreglan fékk hundrað og fimmtíu byssur en Landhelgisgæslan eitt hundrað. „Ég hef, sem betur fer, í starfi mínu sem lögreglukona aldrei verið í aðstæðum þar sem ég óttast um líf mitt. Þó hef ég lent í átökum, sinnt ölvuðu og vímuðu fólki, unnið að rannsókn morðmála og alvarlegra ofbeldisglæpa og svo framvegis.“ Eyrún segist starfa faglega, treysta á hyggjuvitið, haft traust á félögunum og vitað að í sérsveitinni séu vel þjálfaðir lögreglumenn, sem geti farið vopnaðir í aðstæður sem þess krefjast. „Umræðan um aukinn vopnaburð lögreglumanna kom mér því í opna skjöldu. Auðvitað hefur þetta verið rætt á kaffistofum lögreglustöðvarinnar í gegnum tíðina og sitt sýnist hverjum en aldrei hefur umræðan verið á alvarlegum nótum og aldrei áður hef ég átt á hættu að taka líf.“ Eyrún segir umræðuna um öryggi lögreglumanna og þjóðarinnar ranga. „Rökstuðningurinn með vopnum hefur meðal annars verið sá að víða eru lögreglumenn fáir, jafnvel einir að störfum, og langt í aðstoð. Aðrir hafa rætt um aukna hörku í undirheimunum, mikla vopnaeign íslendinga og svo framvegis. Allt eru þetta rök, en ekki með aukinni vopnavæðingu heldur með eflingu á lögreglunni.“ Hún segir margar rannsóknir sýni fram á það að öryggi aukist ekki með vopnaburði lögreglumanna heldur þvert á móti. „Í stað þess að ræða um vopnavæðingu mætti ræða á alvarlegum nótum um fjölgun lögreglumanna en þeim hefur fækkað töluvert eftir hrun og eru langt undir þeim viðmiðum sem eðlilegt getur talist. Fámenn lögreglulið og jafnvel staðir þar sem aðeins einn lögreglumaður er að störfum segir sig sjálft að auki hvorki né tryggi öryggi almennings.“ Eyrún segir að herbragurinn á námi lögreglumannsins þurfi að víkja fyrir húmanískri nálgun. „Þá þurfa laun lögreglumanna að hækka til að tryggja að gott fólk haldist í lögreglunni og vilji ganga í lögregluna. Lögreglan sinnir mikilvægri samfélagslegri þjónustu og lögreglumenn víkja sér ekki undan því að starfa við allskyns aðstæður á öllum tímum sólarhringsins og það ætti að skila sér í launaumslagið.“ Þegar vopnahugmyndir eru skoðaðar segir Eyrún að lögreglan sé of fáliðuð og of lítið þjálfuð. „Því hrýs mér hugur ef stjórnvöld og yfirmenn lögreglu sjá það sem hagræðingu að vopnvæða lögregluna í stað þess að efla hana fjárhagslega, auka menntun og þjálfun og fjölga lögreglumönnum. Yfirmenn lögreglunnar geta ekki farið gegn straumnum og vopnað lögreglumenn þvert á skoðanir almennings. Stundum er talað um gjá á milli þings og þjóðar, nú skulum við passa að ekki verði til gjá á milli lögreglu og þjóðar.“
Tengdar fréttir Svör – strax! Það hefur varla farið fram hjá neinum að 250 stykki af MP5-hríðskotabyssum hafa bæst við vopnabúnað stjórnvalda. DV greindi frá málinu í síðustu viku og síðan það kom fyrst upp hefur það tekið á sig furðulegar myndir. 27. október 2014 07:00 „Lögreglan í Danmörku er ekki einu sinni með MP5“ „Krakkarnir mínir fá engar leikfangabyssur hér á Íslandi,“ segir Daninn Martin Christensen sem ákvað 17 ára gamall að ganga í danska herinn. 28. október 2014 08:44 Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Staðreyndirnar sem liggja fyrir í byssumálinu. 27. október 2014 13:11 Byssurnar um borð í skipin Landhelgisgæslan ætlar að nota þær eitt hundrað hríðskotabyssur sem hún fékk frá Norðmönnum um borð í skipunum sínum og í varahluti. 26. október 2014 13:14 Minna öryggi með vígbúnaði Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir að aukinn vopnaburður lögreglu ýti undir notkun á vopnum á meðal glæpamanna. Þá sé framandi veruleiki að lögreglan búi yfir hátæknivopnum, fólk hrylli við slíku. 27. október 2014 07:00 Ráðherrar sverja af sér vélbyssur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki haft nein afskipti af komu 250 MP5-hríðskotabyssa hingað til lands. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lögreglan hafi heimild til að endurnýja búnað sinn án þess að ráðherra skipti 25. október 2014 08:00 Þjóðverjar þurftu að samþykkja vopnagjöfina Landhelgisgæslunni er óheimilt að gefa þriðja aðila MP5 hríðskotabyssurnar án samþykkis þýskra stjórnvalda. 27. október 2014 17:47 Landhelgisgæslan reiknar ekki með að borga Forstjóri Landhelgisgæslunnar reiknar ekki með að Gæslan greiði fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi henni. Ráðherrum hafi ekki verið greint frá kaupunum en aðilar innan innanríkisráðuneytisins hafi vitað af þeim. 25. október 2014 18:56 Höfum fengið 310 hríðskotabyssur frá norska hernum frá 2011 Ríkislögreglustjóri óskaði eftir vopnum frá Norðmönnum en Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu vopnanna. 27. október 2014 16:27 Umræðan um byssurnar gæti skaðað ímynd lögreglunnar Skiptar skoðanir eru meðal almennings um vopnabúnað lögreglu, en eins og kunnugt er hafa Landhelgisgæslan og lögreglan fengið 250 MP5-hríðskotabyssur frá norska hernum. 27. október 2014 07:39 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Svör – strax! Það hefur varla farið fram hjá neinum að 250 stykki af MP5-hríðskotabyssum hafa bæst við vopnabúnað stjórnvalda. DV greindi frá málinu í síðustu viku og síðan það kom fyrst upp hefur það tekið á sig furðulegar myndir. 27. október 2014 07:00
„Lögreglan í Danmörku er ekki einu sinni með MP5“ „Krakkarnir mínir fá engar leikfangabyssur hér á Íslandi,“ segir Daninn Martin Christensen sem ákvað 17 ára gamall að ganga í danska herinn. 28. október 2014 08:44
Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Staðreyndirnar sem liggja fyrir í byssumálinu. 27. október 2014 13:11
Byssurnar um borð í skipin Landhelgisgæslan ætlar að nota þær eitt hundrað hríðskotabyssur sem hún fékk frá Norðmönnum um borð í skipunum sínum og í varahluti. 26. október 2014 13:14
Minna öryggi með vígbúnaði Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir að aukinn vopnaburður lögreglu ýti undir notkun á vopnum á meðal glæpamanna. Þá sé framandi veruleiki að lögreglan búi yfir hátæknivopnum, fólk hrylli við slíku. 27. október 2014 07:00
Ráðherrar sverja af sér vélbyssur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki haft nein afskipti af komu 250 MP5-hríðskotabyssa hingað til lands. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lögreglan hafi heimild til að endurnýja búnað sinn án þess að ráðherra skipti 25. október 2014 08:00
Þjóðverjar þurftu að samþykkja vopnagjöfina Landhelgisgæslunni er óheimilt að gefa þriðja aðila MP5 hríðskotabyssurnar án samþykkis þýskra stjórnvalda. 27. október 2014 17:47
Landhelgisgæslan reiknar ekki með að borga Forstjóri Landhelgisgæslunnar reiknar ekki með að Gæslan greiði fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi henni. Ráðherrum hafi ekki verið greint frá kaupunum en aðilar innan innanríkisráðuneytisins hafi vitað af þeim. 25. október 2014 18:56
Höfum fengið 310 hríðskotabyssur frá norska hernum frá 2011 Ríkislögreglustjóri óskaði eftir vopnum frá Norðmönnum en Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu vopnanna. 27. október 2014 16:27
Umræðan um byssurnar gæti skaðað ímynd lögreglunnar Skiptar skoðanir eru meðal almennings um vopnabúnað lögreglu, en eins og kunnugt er hafa Landhelgisgæslan og lögreglan fengið 250 MP5-hríðskotabyssur frá norska hernum. 27. október 2014 07:39