Landhelgisgæslan reiknar ekki með að borga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. október 2014 18:56 Forstjóri Landhelgisgæslunnar reiknar ekki með að Gæslan greiði fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi henni. Ráðherrum hafi ekki verið greint frá kaupunum en aðilar innan innanríkisráðuneytisins hafi vitað af þeim. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir Gæsluna hafa átt gott samstarf við Norðmenn um áratugaskeið. „Í því samstarfi þá kom fram að Norðmenn væru að skipta út léttum vopnum. Norðmenn buðust til þess að útvega Íslendingum þessi vopn. Lögreglan ákvað að þiggja þetta góða boð og Landhelgisgæslan sömuleiðis,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. 250 MP5-hríðskotabyssur komu svo til landsins í febrúar á þessu ári en yfirmaður sprengju- og öryggisdeildar Gæslunnar skrifaði undir samkomulag þess efnis fyrir hana. Í því samkomulagi kom fram að byssurnar kostuðu 11,5 milljónir króna. Landhelgisgæslan reiknaði þó aldrei með að greiða fyrir byssurnar. „Landhelgisgæslan hefur aldrei greitt eitt eða neitt fyrir þessa góðu aðstoð Norðmanna hvort sem það er á þessu sviði eða öðru. Það hefur hins vegar alltaf verið gert samkomulag um þessi mál og þjónusta eða búnaður hefur verið verðmerktur með ákveðnum tölum en það hefur aldrei verið innheimt. Það hefur aldrei verið sendur reikningur og við máttum ekki ætla annað en að það yrði eins í þessu tilfelli og það sama gildir um lögregluna,“ segir Georg. Landhelgisgæslan hafði fljótlega samband við ríkislögreglustjóra eftir að tilboðið barst og þá vissu einnig aðilar hjá innanríkisráðuneytinu af málinu. Georg segir þó ekki hafa verið óskað eftir aðkomu ráðuneyta að málinu. Ráðherra var ekki tilkynnt sérstaklega um málið af Gæslunni. Hann telur um eðlilega framkvæmd að ræða og endurnýjun og það því ekki hafa þurft. Vopnin eru enn á Keflavíkurflugvelli og hafa ekki verið afgreidd úr tollinum. Óljóst er hvort og hversu há tolla- og aðflutningsgjöldin verða og hvenær vopnin verða afgreidd. „Nú verða þessi mál tekin til skoðunar og ég veit ekki svo sem hvað verður en ég vona nú að úr þessu rætist og við getum haldið áfram þessu góða samstarfi við Norðmenn sem er okkur mjög mikilsvirði,“ segir Georg Lárusson. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Forstjóri Landhelgisgæslunnar reiknar ekki með að Gæslan greiði fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi henni. Ráðherrum hafi ekki verið greint frá kaupunum en aðilar innan innanríkisráðuneytisins hafi vitað af þeim. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir Gæsluna hafa átt gott samstarf við Norðmenn um áratugaskeið. „Í því samstarfi þá kom fram að Norðmenn væru að skipta út léttum vopnum. Norðmenn buðust til þess að útvega Íslendingum þessi vopn. Lögreglan ákvað að þiggja þetta góða boð og Landhelgisgæslan sömuleiðis,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. 250 MP5-hríðskotabyssur komu svo til landsins í febrúar á þessu ári en yfirmaður sprengju- og öryggisdeildar Gæslunnar skrifaði undir samkomulag þess efnis fyrir hana. Í því samkomulagi kom fram að byssurnar kostuðu 11,5 milljónir króna. Landhelgisgæslan reiknaði þó aldrei með að greiða fyrir byssurnar. „Landhelgisgæslan hefur aldrei greitt eitt eða neitt fyrir þessa góðu aðstoð Norðmanna hvort sem það er á þessu sviði eða öðru. Það hefur hins vegar alltaf verið gert samkomulag um þessi mál og þjónusta eða búnaður hefur verið verðmerktur með ákveðnum tölum en það hefur aldrei verið innheimt. Það hefur aldrei verið sendur reikningur og við máttum ekki ætla annað en að það yrði eins í þessu tilfelli og það sama gildir um lögregluna,“ segir Georg. Landhelgisgæslan hafði fljótlega samband við ríkislögreglustjóra eftir að tilboðið barst og þá vissu einnig aðilar hjá innanríkisráðuneytinu af málinu. Georg segir þó ekki hafa verið óskað eftir aðkomu ráðuneyta að málinu. Ráðherra var ekki tilkynnt sérstaklega um málið af Gæslunni. Hann telur um eðlilega framkvæmd að ræða og endurnýjun og það því ekki hafa þurft. Vopnin eru enn á Keflavíkurflugvelli og hafa ekki verið afgreidd úr tollinum. Óljóst er hvort og hversu há tolla- og aðflutningsgjöldin verða og hvenær vopnin verða afgreidd. „Nú verða þessi mál tekin til skoðunar og ég veit ekki svo sem hvað verður en ég vona nú að úr þessu rætist og við getum haldið áfram þessu góða samstarfi við Norðmenn sem er okkur mjög mikilsvirði,“ segir Georg Lárusson.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira