Minna öryggi með vígbúnaði Jóhanna Margrét Einarsdóttir og Hanna Rut Ólafsdóttir skrifar 27. október 2014 07:00 Íslendingar virðast færast í átt að "norska módelinu“. Í flestum norskum lögreglubílum eru vopnakistur. Síðan er yfirmanna að ákveða hvort þeim skuli beitt. Hér eru á nokkrum stöðum lögreglubílar búnir skotvopnakistum og fleiri umdæmi íhuga að láta setja slíkan búnað í bílana. Fréttablaðið/Ernir Hér hefur tilkynningum um ofbeldisglæpi ekki fjölgað á síðustu árum, að sögn Helga Gunnlaugssonar, afbrotafræðings og prófessors við Háskóla Íslands. Hegningarlagabrot séu færri og manndrápstíðni lægri en annars staðar á Norðurlöndum, þar sem tíðni glæpa sé líka almennt lægri en annars staðar í Evrópu. Hann bendir á að aðeins séu þrjú lönd í Evrópu þar sem lögreglumenn bera ekki vopn; Noregur, Bretland og Ísland. Helgi segir að það sem menn óttist helst við vopnavæðingu lögreglu sé stigmögnun vopnavæðingar, að glæpamenn komi sér upp meiri vopnum. „Almennt sýna rannsóknir að aukinn vopnaburður lögreglu ýtir undir notkun á vopnunum, oft með tilheyrandi slysum og skaða. Aukinn vopnaburður lögreglu þýðir ekki sama og aukið öryggi borgara og lögreglu.“Að mati Helga hefði átt að fara fram á Alþingi, í ríkisstjórn og í samfélaginu umræða um hvort lögreglan ætti að þiggja 150 MP5-vélbyssur að gjöf frá Norðmönnum. Afar framandi veruleiki sé fyrir fólk að lögreglan hafi hátæknivopn í fórum sínum. Það sé eitthvað sem fólk hrylli við. Frá því hefur verið greint að lögreglustjórar hafi sent starfsmenn sína á námskeið í því hvernig eigi að beita MP5-byssunum. Misjafnt er eftir lögregluumdæmum hvort geymd eru vopn í sérstökum kistum í lögreglubílum. Það er ákvörðun lögreglustjóra á hverjum stað. Helgi segir ekki farsæla stefnu að hver og einn lögreglustjóri ákveði hvort slíkum vopnum verði bætt í safnið. „Mér finnst heldur ekki rétt að það sé lagt á herðar hverjum og einum lögreglustjóra að ákveða hvort vopnum skuli beitt. Við hljótum að þurfa sameiginlegar reglur um þetta. Reglur sem ræddar hafa verið í samfélaginu, af stjórnvöldum,“ segir hann. Þá sé nauðsynlegt að huga að þjálfun lögreglumannanna. Þeir þurfi að kunna að beita vopnunum rétt og þeir þurfi sálfræðiþjálfun. Þeir þurfi þjálfun í því hvernig þeir eigi að bregðast við í hættulegum aðstæðum. Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu, sem ekki vill koma fram undir nafni, segir mörg dæmi hafa komið upp í hans starfi þar sem hann hafi þurft að snúa frá verkefnum þar sem hann hafði ekki aðgang að atvinnutækjum til þess að verja sjálfan sig eða aðra. Útköllin hafi verið með þeim hætti að rökstuddur grunur væri um að þar væri einstaklingur með skotvopn á ferð sem væri jafnvel hættulegur sjálfum sér og öðrum. Í slíkum tilfellum sé það eina í stöðunni að draga sig í hlé og bíða eftir sérsveit lögreglunnar.Skotvopn sem tollgæslan hefur lagt hald á. Fréttablaðið/GVAÁ síðasta ári fékk sérsveit lögreglunnar 30 tilkynningar vegna einstaklinga sem voru vopnaðir skotvopnum. Alls var tilkynnt um 65 tilvik þar sem vopn komu við sögu en í 31 tilviki var um egg- eða stunguvopn að ræða. Af verkefnum sérsveitarinnar 2013 voru 128 tilfelli aðstoð við lögregluembætti sem fólst þá aðallega í vopnuðum lögregluaðgerðum og handtökum hættulegra manna. Af 309 verkefnum sveitarinnar voru sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum í 83 tilfellum. Í júlí 2011 voru hér á skrá um 60 þúsund skotvopn og er talið að þeim hafi fjölgað síðan. Rúmlega 30 byssur eru á hverja 100 íbúa og er Ísland í 15. sæti í heiminum yfir fjölda skotvopna á íbúa samkvæmt The Small Arms Survey, rannsóknarverkefni sem rekið er af The Graduate Institute of International and Development Studies í Genf í Sviss. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Hér hefur tilkynningum um ofbeldisglæpi ekki fjölgað á síðustu árum, að sögn Helga Gunnlaugssonar, afbrotafræðings og prófessors við Háskóla Íslands. Hegningarlagabrot séu færri og manndrápstíðni lægri en annars staðar á Norðurlöndum, þar sem tíðni glæpa sé líka almennt lægri en annars staðar í Evrópu. Hann bendir á að aðeins séu þrjú lönd í Evrópu þar sem lögreglumenn bera ekki vopn; Noregur, Bretland og Ísland. Helgi segir að það sem menn óttist helst við vopnavæðingu lögreglu sé stigmögnun vopnavæðingar, að glæpamenn komi sér upp meiri vopnum. „Almennt sýna rannsóknir að aukinn vopnaburður lögreglu ýtir undir notkun á vopnunum, oft með tilheyrandi slysum og skaða. Aukinn vopnaburður lögreglu þýðir ekki sama og aukið öryggi borgara og lögreglu.“Að mati Helga hefði átt að fara fram á Alþingi, í ríkisstjórn og í samfélaginu umræða um hvort lögreglan ætti að þiggja 150 MP5-vélbyssur að gjöf frá Norðmönnum. Afar framandi veruleiki sé fyrir fólk að lögreglan hafi hátæknivopn í fórum sínum. Það sé eitthvað sem fólk hrylli við. Frá því hefur verið greint að lögreglustjórar hafi sent starfsmenn sína á námskeið í því hvernig eigi að beita MP5-byssunum. Misjafnt er eftir lögregluumdæmum hvort geymd eru vopn í sérstökum kistum í lögreglubílum. Það er ákvörðun lögreglustjóra á hverjum stað. Helgi segir ekki farsæla stefnu að hver og einn lögreglustjóri ákveði hvort slíkum vopnum verði bætt í safnið. „Mér finnst heldur ekki rétt að það sé lagt á herðar hverjum og einum lögreglustjóra að ákveða hvort vopnum skuli beitt. Við hljótum að þurfa sameiginlegar reglur um þetta. Reglur sem ræddar hafa verið í samfélaginu, af stjórnvöldum,“ segir hann. Þá sé nauðsynlegt að huga að þjálfun lögreglumannanna. Þeir þurfi að kunna að beita vopnunum rétt og þeir þurfi sálfræðiþjálfun. Þeir þurfi þjálfun í því hvernig þeir eigi að bregðast við í hættulegum aðstæðum. Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu, sem ekki vill koma fram undir nafni, segir mörg dæmi hafa komið upp í hans starfi þar sem hann hafi þurft að snúa frá verkefnum þar sem hann hafði ekki aðgang að atvinnutækjum til þess að verja sjálfan sig eða aðra. Útköllin hafi verið með þeim hætti að rökstuddur grunur væri um að þar væri einstaklingur með skotvopn á ferð sem væri jafnvel hættulegur sjálfum sér og öðrum. Í slíkum tilfellum sé það eina í stöðunni að draga sig í hlé og bíða eftir sérsveit lögreglunnar.Skotvopn sem tollgæslan hefur lagt hald á. Fréttablaðið/GVAÁ síðasta ári fékk sérsveit lögreglunnar 30 tilkynningar vegna einstaklinga sem voru vopnaðir skotvopnum. Alls var tilkynnt um 65 tilvik þar sem vopn komu við sögu en í 31 tilviki var um egg- eða stunguvopn að ræða. Af verkefnum sérsveitarinnar 2013 voru 128 tilfelli aðstoð við lögregluembætti sem fólst þá aðallega í vopnuðum lögregluaðgerðum og handtökum hættulegra manna. Af 309 verkefnum sveitarinnar voru sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum í 83 tilfellum. Í júlí 2011 voru hér á skrá um 60 þúsund skotvopn og er talið að þeim hafi fjölgað síðan. Rúmlega 30 byssur eru á hverja 100 íbúa og er Ísland í 15. sæti í heiminum yfir fjölda skotvopna á íbúa samkvæmt The Small Arms Survey, rannsóknarverkefni sem rekið er af The Graduate Institute of International and Development Studies í Genf í Sviss.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira