Fleiri löggur – færri byssur Eyrún Eyþórsdóttir skrifar 29. október 2014 07:00 Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd. Síðan eru liðin ellefu ár og ég er fullviss um að ég treysti mér ekki til að skjóta úr Glock eða hríðskotariffli. Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi! Ég hef, sem betur fer, í starfi mínu sem lögreglukona aldrei verið í aðstæðum þar sem ég óttast um líf mitt. Þó hef ég lent í átökum, sinnt ölvuðu og vímuðu fólki, unnið að rannsókn morðmála og alvarlegra ofbeldisglæpa og svo framvegis. Ég hef starfað faglega, treyst á hyggjuvitið, haft traust á „félögunum“ og vitað að í sérsveitinni eru vel þjálfaðir lögreglumenn, sem geta farið vopnaðir í aðstæður sem þess krefjast. Umræðan um aukinn vopnaburð lögreglumanna kom mér því í opna skjöldu. Auðvitað hefur þetta verið rætt á kaffistofum lögreglustöðvarinnar í gegnum tíðina og sitt sýnist hverjum en aldrei hefur umræðan verið á alvarlegum nótum og aldrei áður hef ég átt á hættu að taka líf!Röng umræða Að mínu mati er þetta röng umræða um öryggi lögreglumanna og þjóðarinnar. Rökstuðningurinn með vopnum hefur meðal annars verið sá að víða eru lögreglumenn fáir, jafnvel einir að störfum, og langt í aðstoð. Aðrir hafa rætt um aukna hörku í undirheimunum, mikla vopnaeign Íslendinga og svo framvegis. Allt eru þetta rök, en ekki með aukinni vopnavæðingu heldur með eflingu á lögreglunni. Margar rannsóknir sýna nefnilega fram á það að öryggi eykst ekki með vopnaburði lögreglumanna heldur þvert á móti. Í stað þess að ræða um vopnavæðingu mætti ræða á alvarlegum nótum um fjölgun lögreglumanna en þeim hefur fækkað töluvert eftir hrun og eru langt undir þeim viðmiðum sem eðlilegt getur talist. Fámenn lögreglulið og jafnvel staðir þar sem aðeins einn lögreglumaður er að störfum segir sig sjálft að auki hvorki né tryggi öryggi almennings. Þá hafa atvik á undanförnum árum sýnt fram á það að lögreglan er of fámenn, t.d. þegar björgunarsveitamenn voru kallaðir út til að leita hættulegs strokufanga. Það segir sig sjálft að með því að fjölga lögreglumönnum eykst öryggistilfinning þeirra sjálfra. Samhliða þessu mætti fjölga sérsveitarmönnum (til dæmis með því að leyfa konum að ganga í sveitina) og staðsetja þá víðsvegar um landið. Með þeim hætti væri hægt að tryggja aðkomu vopnaðra lögreglumanna þegar aðstæður krefjast slíks.Barn síns tíma Þessu til viðbótar er mikilvægt að auka menntun og þjálfun lögreglumanna en það mundi jafnframt auka öryggiskennd þeirra. Flestir vita að lögregluskólinn er barn síns tíma en færri vita að endur- eða símenntun lögreglumanna er lítil. Herbragurinn á námi lögreglumannsins þarf að víkja fyrir húmanískri nálgun en betri samskiptahæfni og þekking í sáttarmiðlun gæti nýst vel og leitt að betri niðurstöðu en beiting vopna. Þá þurfa laun lögreglumanna að hækka til að tryggja að gott fólk haldist í lögreglunni og vilji ganga í lögregluna. Lögreglan sinnir mikilvægri samfélagslegri þjónustu og lögreglumenn víkja sér ekki undan því að starfa við alls kyns aðstæður á öllum tímum sólarhringsins og það ætti að skila sér í launaumslagið. Þegar vopnahugmyndir eru skoðaðar með þessum gagnrökum má sjá að málið snýst um það að lögreglan er of fáliðuð og of lítið þjálfuð. Því hrýs mér hugur ef stjórnvöld og yfirmenn lögreglu sjá það sem hagræðingu að vopnavæða lögregluna í stað þess að efla hana fjárhagslega, auka menntun og þjálfun og fjölga lögreglumönnum. Yfirmenn lögreglunnar geta ekki farið gegn straumnum og vopnað lögreglumenn þvert á skoðanir almennings. Stundum er talað um gjá á milli þings og þjóðar, nú skulum við passa að ekki verði til gjá á milli lögreglu og þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd. Síðan eru liðin ellefu ár og ég er fullviss um að ég treysti mér ekki til að skjóta úr Glock eða hríðskotariffli. Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi! Ég hef, sem betur fer, í starfi mínu sem lögreglukona aldrei verið í aðstæðum þar sem ég óttast um líf mitt. Þó hef ég lent í átökum, sinnt ölvuðu og vímuðu fólki, unnið að rannsókn morðmála og alvarlegra ofbeldisglæpa og svo framvegis. Ég hef starfað faglega, treyst á hyggjuvitið, haft traust á „félögunum“ og vitað að í sérsveitinni eru vel þjálfaðir lögreglumenn, sem geta farið vopnaðir í aðstæður sem þess krefjast. Umræðan um aukinn vopnaburð lögreglumanna kom mér því í opna skjöldu. Auðvitað hefur þetta verið rætt á kaffistofum lögreglustöðvarinnar í gegnum tíðina og sitt sýnist hverjum en aldrei hefur umræðan verið á alvarlegum nótum og aldrei áður hef ég átt á hættu að taka líf!Röng umræða Að mínu mati er þetta röng umræða um öryggi lögreglumanna og þjóðarinnar. Rökstuðningurinn með vopnum hefur meðal annars verið sá að víða eru lögreglumenn fáir, jafnvel einir að störfum, og langt í aðstoð. Aðrir hafa rætt um aukna hörku í undirheimunum, mikla vopnaeign Íslendinga og svo framvegis. Allt eru þetta rök, en ekki með aukinni vopnavæðingu heldur með eflingu á lögreglunni. Margar rannsóknir sýna nefnilega fram á það að öryggi eykst ekki með vopnaburði lögreglumanna heldur þvert á móti. Í stað þess að ræða um vopnavæðingu mætti ræða á alvarlegum nótum um fjölgun lögreglumanna en þeim hefur fækkað töluvert eftir hrun og eru langt undir þeim viðmiðum sem eðlilegt getur talist. Fámenn lögreglulið og jafnvel staðir þar sem aðeins einn lögreglumaður er að störfum segir sig sjálft að auki hvorki né tryggi öryggi almennings. Þá hafa atvik á undanförnum árum sýnt fram á það að lögreglan er of fámenn, t.d. þegar björgunarsveitamenn voru kallaðir út til að leita hættulegs strokufanga. Það segir sig sjálft að með því að fjölga lögreglumönnum eykst öryggistilfinning þeirra sjálfra. Samhliða þessu mætti fjölga sérsveitarmönnum (til dæmis með því að leyfa konum að ganga í sveitina) og staðsetja þá víðsvegar um landið. Með þeim hætti væri hægt að tryggja aðkomu vopnaðra lögreglumanna þegar aðstæður krefjast slíks.Barn síns tíma Þessu til viðbótar er mikilvægt að auka menntun og þjálfun lögreglumanna en það mundi jafnframt auka öryggiskennd þeirra. Flestir vita að lögregluskólinn er barn síns tíma en færri vita að endur- eða símenntun lögreglumanna er lítil. Herbragurinn á námi lögreglumannsins þarf að víkja fyrir húmanískri nálgun en betri samskiptahæfni og þekking í sáttarmiðlun gæti nýst vel og leitt að betri niðurstöðu en beiting vopna. Þá þurfa laun lögreglumanna að hækka til að tryggja að gott fólk haldist í lögreglunni og vilji ganga í lögregluna. Lögreglan sinnir mikilvægri samfélagslegri þjónustu og lögreglumenn víkja sér ekki undan því að starfa við alls kyns aðstæður á öllum tímum sólarhringsins og það ætti að skila sér í launaumslagið. Þegar vopnahugmyndir eru skoðaðar með þessum gagnrökum má sjá að málið snýst um það að lögreglan er of fáliðuð og of lítið þjálfuð. Því hrýs mér hugur ef stjórnvöld og yfirmenn lögreglu sjá það sem hagræðingu að vopnavæða lögregluna í stað þess að efla hana fjárhagslega, auka menntun og þjálfun og fjölga lögreglumönnum. Yfirmenn lögreglunnar geta ekki farið gegn straumnum og vopnað lögreglumenn þvert á skoðanir almennings. Stundum er talað um gjá á milli þings og þjóðar, nú skulum við passa að ekki verði til gjá á milli lögreglu og þjóðar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun