Erlent

Hafa hafið skönnun á flugfarþegum á JFK vegna ebólu

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/getty
Starfsmenn á JFK-flugvellinum í New York hafa hafið skönnun á farþegum frá Sierra Leone, Líberíu og Gíneu vegna ebóluveirunnar.

Farþegar eru spurðir um líðan þeirra og heilsufar en tilgangurinn mun vera að athuga hvort einstaklingurinn sé mögulega smitaður af ebólu.

Fyrirhugað er að hefja eins starfshætti á þremur flugvöllum til viðbótar í Bandaríkjunum en þeir eru Dulles-völlurinn í Washington, Newark í Atlanta og O´Hare í Chicago.

Fyrsti maðurinn sem greindist með ebólu í Texas í Bandaríkjunum lést í vikunni en hann hét Thomas Duncan og smitaðist af ebólu í Líberíu.

Duncan greindist með veiruna um miðjum september og flaug smitaður til Bandaríkjanna.

Rúmlega 3.860 manns hafa látist vegna veirunnar og þá að mestu í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne. Þar á meðal eru rúmlega tvö hundruð heilbrigðisstarfsmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×