Ráðinn sem músaveiðari upp á fæði og húsnæði Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2014 20:00 Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. Launin eru frítt fæði og húsnæði. Við tókum eftir kettinum þegar verið var að sýna okkur seiðaeldisstöð Dýrfisks í Tálknafirði á dögunum. Hann læddist milli eldiskerjanna, stökk meira að segja upp á þau og horfði ofan á fiskana.Dýri var áður vistaður í kattaathvarfi í Reykjavík en er nú músaveiðari á Vestfjörðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er Dýri, einn af starfsmönnunum hérna,“ sagði Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks, þegar hann kynnti fréttamönnum Stöðvar 2 fyrir þessum fjórfætta starfskrafti. „Hann kemur að sunnan, úr athvarfi, Kattholti, og er að aðstoða okkur við það sem við þurfum að láta hann gera.“Dýri í eftirlitsferð milli eldiskerjanna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dýri býr í fiskeldisstöðinni og þar neðst í hillustæðu á hann sitt eigið ból. Þaðan fer hann reglulega eftirlitsferðir um húsakynnin og grandskoðar hvert skúmaskot. „Við notum hann í eftirlit á kvöldin og á nóttinni og hann hjálpar okkur að bægja frá óæskilegu, músum og öðru þvíumlíku,“ sagði Sigurvin. En skyldu fiskarnir í kerjunum vera freistandi matur fyrir kisa? Nei, hann stenst þá freistingu en fylgist þó vel með þegar fiskunum er gefið.Dýri fylgist með þegar fiskunum er gefið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og launin fyrir starfið? „Hann vinnur fyrir fæði og húsnæði,“ svaraði Sigurvin. „Starfsmaður mánaðarins,“ sagði Telma Tómasson fréttaþulur.Vísir/Egill Aðalsteinsson Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30 Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. Launin eru frítt fæði og húsnæði. Við tókum eftir kettinum þegar verið var að sýna okkur seiðaeldisstöð Dýrfisks í Tálknafirði á dögunum. Hann læddist milli eldiskerjanna, stökk meira að segja upp á þau og horfði ofan á fiskana.Dýri var áður vistaður í kattaathvarfi í Reykjavík en er nú músaveiðari á Vestfjörðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er Dýri, einn af starfsmönnunum hérna,“ sagði Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks, þegar hann kynnti fréttamönnum Stöðvar 2 fyrir þessum fjórfætta starfskrafti. „Hann kemur að sunnan, úr athvarfi, Kattholti, og er að aðstoða okkur við það sem við þurfum að láta hann gera.“Dýri í eftirlitsferð milli eldiskerjanna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dýri býr í fiskeldisstöðinni og þar neðst í hillustæðu á hann sitt eigið ból. Þaðan fer hann reglulega eftirlitsferðir um húsakynnin og grandskoðar hvert skúmaskot. „Við notum hann í eftirlit á kvöldin og á nóttinni og hann hjálpar okkur að bægja frá óæskilegu, músum og öðru þvíumlíku,“ sagði Sigurvin. En skyldu fiskarnir í kerjunum vera freistandi matur fyrir kisa? Nei, hann stenst þá freistingu en fylgist þó vel með þegar fiskunum er gefið.Dýri fylgist með þegar fiskunum er gefið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og launin fyrir starfið? „Hann vinnur fyrir fæði og húsnæði,“ svaraði Sigurvin. „Starfsmaður mánaðarins,“ sagði Telma Tómasson fréttaþulur.Vísir/Egill Aðalsteinsson
Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30 Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30
Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00