Erlent

Morales lýsir yfir sigri í forsetakosningum í Bólivíu

Atli Ísleifsson skrifar
Efnahagur Bólivíu hefur vænkast nokkuð í forsetatíð Morales og fátækt minnkað.
Efnahagur Bólivíu hefur vænkast nokkuð í forsetatíð Morales og fátækt minnkað. Vísir/AFP
Evo Morales Bólivíuforseti hefur lýst yfir sigri í forsetakosningum sem fram fóru í landinu um helgina.

Morales hefur gegnt forsetaembættinu frá árinu 2006. „Þetta er sigur fyrir andstæðinga heimsvaldastefnu og nýlendustefnu,“ sagði Morales þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína við forsetahöllina í höfuðborginni La Paz.

Útgönguspár sýna að Morales hafi fengið 60 prósent atkvæða, en til að forðast aðra umferð þarf frambjóðandi að hljóta hreinan meirihluta í fyrri umferðinni, eða rúmlega 40 prósent atkvæða þar sem hann mælist með rúmlega 10 prósentustiga forskot á næsta frambjóðenda.

Efnahagur Bólivíu hefur vænkast nokkuð í forsetatíð Morales og fátækt minnkað, en Morales hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki tekist að draga úr spillingu í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×