Innlent

Búist er við rólegu veðri fram eftir vikunni

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá veðurspána í dag klukkan 17.
Hér má sjá veðurspána í dag klukkan 17.
Búist er við rólegu veðri fram eftir vikunni. Vindur verður undir fimm metrum á sekúndu um allt fram á þriðjudagskvöld, en þá eykst vindur í Vestmannaeyjum.

Um mest allt land verður hægviðri fram að næstu helgi. Því miklir dálítill kuldi. Framan af viku verður næturfrost um allt land en með auknum vindi fer hitastig hækkandi og verður hlýjast á laugardaginn, þegar spáð er að hitinn verði 11 gráður í Reykjavík.

Mikið hvassviðri verður í Vestmannaeyjum næstu helgi. Spá Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir því að vindur verði tuttugu metrar á sekúndu snemma á laugardeginum.

Textaspá Veðurstofu Íslands lítur svo út:

Á miðvikudag:

Austlæg átt 3-8 og skýjað með köflum eða bjartviðri, en 8-13 og smáskúrir syðst. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn, en víða frost fyrir norðan, einkum inn til landsins. 

Á fimmtudag:

Norðaustan 5-13 m/s. Dálítil él norðan- og austanlands, en bjarviðri suðvestan- og vestanlands. Hiti að 5 stigum, mildast við ströndina. 

Á föstudag:

Austlæg átt. Dálítil rigning eða slydda SA-lands, en annars þurrt. Heldur hlýrra. 

Á laugardag:

Stíf austan- og norðaustanátt með rigningu og talverðri úrkomu austantil. Hiti 4 til 10 stig. 

Á sunnudag:

Útlit fyrir austlæga átt. Rigning með köflum, en yfirleitt þurrt suðvestanlands. Milt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×