Erlent

Kaþólskir klerkar telja samkynhneigða búa yfir „verðleikum“

Bjarki Ármannsson skrifar
Frans páfi þykir talsvert frjálslyndari í garð samkynhneigðra en fyrirrennarar hans í starfi.
Frans páfi þykir talsvert frjálslyndari í garð samkynhneigðra en fyrirrennarar hans í starfi. Vísir/AFP
Tillaga að endurskoðun afstöðu kaþólsku kirkjunnar gagnvart samkynhneigðum segir þá búa yfir „kostum og verðleikum.“ Tillagan var samin á yfirstandandi kirkjuþingi í Vatíkaninu og hefur hún fallið í kramið hjá samtökum um réttindi samkynhneigðra.

BBC greinir frá. Tillagan felur í sér jákvæðara og frjálslyndara viðhorf í garð samkynhneigðra en kirkjan hefur boðað í gegnum árin. Hún felur þó ekki í sér breytingar á andstöðu kirkjunnar við hjónabönd samkynhneigðra, sem eru sögð hafa „siðferðisleg vandamál“ í för með sér.

Frans páfi þykir talsvert frjálslyndari í garð samkynhneigðra en fyrirrennarar hans í starfi. Hann fyrirskipaði í fyrra könnun sem sýndi að meirihluti Kaþólikka hafna kenningum kirkjunnar sem snúa að kynlífi og getnaðarvörnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×