Erlent

Jarðskjálfti upp á 7,3

Jarðskjálfti upp á sjö komma þrjú stig reið yfir í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador í nótt. Einn er látinn hið minnsta og um tíma var flóðbylgjuviðvörun gefin út, sem síðar var afturkölluð.

Þá fór rafmagnið af stórum hluta landsins en fregnir af stórfelldu tjóni hafa þó ekki borist. Skjálftinn átti upptök sín í um 170 kílómetra úti fyrir ströndum landsins og fannst hann í fjölda ríkja við ströndina, frá Guatemala í norðri og til Níkaragúa og Costa Rica í suðri.

Maðurinn sem lést varð fyrir rafmagnsstaur sem féll á hann í borginni San Miguel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×