Erlent

Ebólusjúklingur lést í Leipzig

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn er þriðji ebólusjúklingurinn sem er meðhöndlaður í Þýskalandi frá því að faraldurinn hófst í mars.
Maðurinn er þriðji ebólusjúklingurinn sem er meðhöndlaður í Þýskalandi frá því að faraldurinn hófst í mars. Vísir/AFP
Ebólusmitaður starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið í umsjá lækna á sjúkrahúsi í þýsku borginni Leipzig síðustu daga er látinn. Maðurinn, 56 ára Súdani, hafði smitast í Líberíu og var fluttur til Þýskalands síðastliðinn fimmtudag.

Maðurinn var fluttur til Sankti Georgs sjúkrahússins, en maðurinn er þriðji ebólusjúklingurinn sem er meðhöndlaður í Þýskalandi frá því að faraldurinn hófst.

Fyrir hálfum mánuði útskrifaðist maður frá Senegal frá Eppendorf-sjúkrahúsinu eftir fimm vikna meðferð. Ebólusmitaður maður er sem stendur í meðferð í Frankfurt og að sögn ku annar vera á leið til Berlínar til meðhöndlunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×