Erlent

Allt að fjórtán látnir á tónleikum í Suður-Kóreu

Atli Ísleifsson skrifar
Fórnarlömbin féllu um 20 metra niður í bílastæðakjallara.
Fórnarlömbin féllu um 20 metra niður í bílastæðakjallara. Vísir/AFP
Suðurkóreskir embættismenn segja að allt að fjórtán séu látnir eftir að loftræstirist hrundi á tónleikum vinsællar stúlknasveitar nálægt höfuðborginni Seúl.

Í frétt Bloomberg segir að talsmaður slökkviliðs hafi staðfest að tveir séu látnir og tólf til viðbótar hafi ekki sýnt nein engin viðbrögð eftir að slysið varð í bænum Seongnam, nokkru suður af Seúl. Tíu tónleikagestir eru alvarlega slasaðir.

Fórnarlömbin féllu um 20 metra niður í bílastæðakjallara. Um 700 manns voru saman komnir á tónleikunum.

Að sögn embættismanna stóðu fórnarlömbin á loftræstirist þar sem þeir fylgdust með útitónleikum sveitarinnar 4Minute, en sveitin hefur notið mikilla vinsælda víðs vegar um Asíu.

K-Pop sveitin 4Minute. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×