Erlent

Sonur varaforsetans rekinn úr hernum vegna kókaínneyslu

Atli Ísleifsson skrifar
Hunter Biden (til hægri) ásamt föður sínum, Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna, og dóttur sinni Finnegan.
Hunter Biden (til hægri) ásamt föður sínum, Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna, og dóttur sinni Finnegan. Vísir/AFP
Hunter Biden, sonur Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna, hefur verið rekinn úr varaliði bandaríski sjóhersins eftir að hafa mælst með kókaín í blóði.

Í frétt Guardian segir að Biden hafi fallið á fíkniefnaprófi í júní 2013. Hunter Biden hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann staðfestir brottreksturinn, segist sjá eftir atvikinu og skammist sín vegna athæfisins.

Ryan Perry, talsmaður hersins, staðfestir að hinn 44 ára Biden hafi verið rekinn úr hernum í febrúar 2014, en að lög um persónuvernd hafi komið í veg fyrir að greint yrði opinberlega frá atburðinum á þeim tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×