Fylgst með 800 flugfarþegum vegna ebólu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. október 2014 23:32 Frontier hefur haft samband við farþegana en sóttvarnareftirlitið í Bandaríkjunum fylgist með þeim. Vísir / planephotoman Bandaríska flugfélagið Frontier hefur haft samband við hátt í 800 farþega sem flugu með félaginu nýverið. Tilefnið er ebólusmit hjúkrunarfræðings sem flaug með félaginu eftir að hún sinnti ebólusmituðum manni sem lést í Texas nýverið. Talið er að hjúkrunarfræðingurinn hafi verið farin að sýna einkenni þegar hún flaug með félaginu í tvígang. Farþegarnir sem haft hefur verið samband við eru þeir sem flugu í sömu ferðum og hjúkrunarfræðingurinn auk þeirra farþega sem flogið hafa með sömu flugvélum síðan. Sóttvarnareftirlit bandaríkjanna, CDC, hefur lýst því yfir að verulega litlar líkur séu á að nokkur þeirra farþega sem um ræðir hafi smitast. Komast þarf í beina snertingu við líkamsvessa smitaðs einstaklings en ebóla berst ekki með andrúmsloftinu. Þá smitar veikur einstaklingur ekki fyrr en hann sýnir einkenni veirunnar. Engu að síður hefur stofnunin haft samband við þessa farþega. Hjúkrunarfræðingurinn er önnur af tveimur sem veiktust af ebólu í kjölfar þess að hafa sinnt Líberíumanninum Thomas Eric Duncan sem lést úr veikinni á sjúkrahúsi í Texas í byrjun mánaðar. Hún var sjálf lögð inn á spítala á þriðjudag eftir að hafa flogið til Ohio og til baka þar sem hún heimsótti fjölskyldu sína. Grannt er fylgst með öllum þeim sem sinntu Duncan með einum eða öðrum hætti á spítalanum. Einnig er fylgst með öllum þeim sem vitað er til að hjúkrunarfræðingurinn átti í samskiptum við á meðan hún var í Ohio. Þar á meðal starfsmönnum í brúðarkjólaverslun sem hún heimsótti. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Bandaríska flugfélagið Frontier hefur haft samband við hátt í 800 farþega sem flugu með félaginu nýverið. Tilefnið er ebólusmit hjúkrunarfræðings sem flaug með félaginu eftir að hún sinnti ebólusmituðum manni sem lést í Texas nýverið. Talið er að hjúkrunarfræðingurinn hafi verið farin að sýna einkenni þegar hún flaug með félaginu í tvígang. Farþegarnir sem haft hefur verið samband við eru þeir sem flugu í sömu ferðum og hjúkrunarfræðingurinn auk þeirra farþega sem flogið hafa með sömu flugvélum síðan. Sóttvarnareftirlit bandaríkjanna, CDC, hefur lýst því yfir að verulega litlar líkur séu á að nokkur þeirra farþega sem um ræðir hafi smitast. Komast þarf í beina snertingu við líkamsvessa smitaðs einstaklings en ebóla berst ekki með andrúmsloftinu. Þá smitar veikur einstaklingur ekki fyrr en hann sýnir einkenni veirunnar. Engu að síður hefur stofnunin haft samband við þessa farþega. Hjúkrunarfræðingurinn er önnur af tveimur sem veiktust af ebólu í kjölfar þess að hafa sinnt Líberíumanninum Thomas Eric Duncan sem lést úr veikinni á sjúkrahúsi í Texas í byrjun mánaðar. Hún var sjálf lögð inn á spítala á þriðjudag eftir að hafa flogið til Ohio og til baka þar sem hún heimsótti fjölskyldu sína. Grannt er fylgst með öllum þeim sem sinntu Duncan með einum eða öðrum hætti á spítalanum. Einnig er fylgst með öllum þeim sem vitað er til að hjúkrunarfræðingurinn átti í samskiptum við á meðan hún var í Ohio. Þar á meðal starfsmönnum í brúðarkjólaverslun sem hún heimsótti.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira