Erlent

Afkvæmin líkjast fyrri rekkjunaut

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ekki er búið að sanna að niðurstöðurnar rannsóknarinnar eigi við um mannfólkið en hver veit hverju vísindin komast að næst?
Ekki er búið að sanna að niðurstöðurnar rannsóknarinnar eigi við um mannfólkið en hver veit hverju vísindin komast að næst? Vísir/Getty
Vísindamenn við University of New South Wales hafa nú sýnt fram á að afkvæmi geta ekki aðeins líkst líffræðilegum föður sínum, og móður, heldur einnig fyrrverandi bólfélögum móðurinnar. Telegraph greinir frá niðurstöðum rannsóknarinnar.

Tilraun var gerð á ávaxtaflugum þar sem kvenkynsflugurnar pöruðu sig við tvær karlkynsflugur. Séð var til þess að kvenkynsflugan eignaðist afkvæmi með seinni flugunni sem hún paraði sig við en afkvæmið líktist engu að síður fyrri flugunni sem móðirin hafði verið með.

Í ljós kom að stærð afkvæmisins réðst frekar af stærð fyrri flugunnar sem móðirin hafði parað sig við heldur en seinni flugunni sem var líffræðilegur faðir afkvæmisins.

Vísindamennirnir telja að þetta sé vegna þess að sameindir í sæði fyrri flugunnar séu fari í óþroskuð egg móðurinnar og hafi þannig áhrif á afkvæmið. Ekki er vitað til þess að þetta sé tilfellið hjá öðrum dýrategundum enda er þetta í fyrsta skipti sem eitthvað þessu líkt er uppgötvað í dýraríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×