Erlent

Vígamenn Íslamska ríkisins skutu niður þyrlu

Samúel Karl Ólason skrifar
Þýskir hermenn þjálfa Kúrda fyrir baráttuna gegn IS.
Þýskir hermenn þjálfa Kúrda fyrir baráttuna gegn IS. Vísir/AFP
Vígamenn Íslmaska ríkisins, vopnaðir eldflaugum, skutu niður herþyrlu íraska hersins í dag. Embættismenn í Írak segja þetta gefa í skyn að IS geti ráðist gegn flugvélum Bandaríkjanna og fleiri, sem geri nú loftárásir gegn samtökunum í Írak og Sýrlandi.

AP fréttaveitan hefur þetta eftir tveimur íröskum embættismönnum, sem vildu ekki láta nafns síns getið, þar þeim væri ekki heimilt að ræða við fjölmiðla.

Flugmaður þyrlunnar og varaflugmaður létust þegar þyrlan var skotin niður.

Íslamska ríkið hefur tekið yfir stór svæði í Írak í Sýrlandi og þegar samtökin tóku Mosul, næststærstu borg Írak, flúði herinn undan þeim og skildi eftir skriðdreka og annan búnað sem hefur hjálpað IS mjög.

Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segjast hafa gert loftárásir í Írak í dag og í gær, til að hjálpa íraska hernum og Kúrdum í baráttunni gegn IS. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks vinnur hörðum höndum að enduruppbyggingu hersins. Þá hefur hann sagst ætla að stofna þjóðvarnarlið sem ætlað er að koma í veg fyrir innri baráttu trúarflokka í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×