Erlent

Kona sem fæddist án legs eignaðist barn

Heimir Már Pétursson skrifar
Konan er sænsk og bæði henni og barni heilsast vel.
Konan er sænsk og bæði henni og barni heilsast vel. Mynd/Getty
Kona með ígrætt leg hefur í fyrsta skipti alið af sér barn. Ekki hefur verið greint frá nafni konunnar sem er sænsk en læknar í Gautaborg græddu leg úr rúmlega sextugri konu í hana fyrir rúmlega ári. Konan sem er 36 ára fæddist án legs en er hins vegar með eggjastokka.

Læknar tóku egg úr konunni og ræktuðu ellefu fósturvísa úr úr þeim áður en legið var grætt í hana og þegar hún hafi jafnað sig á þeirri aðgerð var fósturvísum komið fyrir í leginu.

Barnið sem er drengur fæddist töluvert fyrir tímann í síðasta mánuði eða á þrítugustu og annarri viku en heilsast nú vel að sögn föður barnsins. Tvívegis áður hefur verið reynt að græða leg í konu með það að markmiði að hún gæti alið barn. Í annað skiptið komst drep í legið og varð að fjarlægja og hitt skiptið leiddi til fósturláts. Prófessor Mats Brannstorm, sem fór fyrir aðgerðinni, segir fæðinguna á dögunum frábæran og ánægjulegan árangur eftir tíu ára þrotlausar rannsóknir og tilraunir á dýrum. Þessi aðferð muni koma fjölda kvenna sem fæðist án legs til góða í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×