Enski boltinn

Þjálfari Argentínu: Di María var kjarakaup

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Di María líður vel í búningi Manchester United
Di María líður vel í búningi Manchester United vísir/getty
Gerardo Martino þjálfari argentínska landsliðsins í fótbolta segir enska úrvalsdeildarliðið Manchester United hafa gert kostakaup þegar liðið keypti Ángel di María frá Real Madrid fyrir tæplega 60 milljónir punda.

Hinn 26 ára gamli argentínski sóknartengiliður hefur farið á kostum í fyrstu leikjum sínum með Manchester United þar sem hann hefur bæði skorað og lagt upp mörk.

„Ég held að forráðamenn félagsins hafa fengið hann ódýrt því hann er svo fjölhæfur leikmaður. Hann getur aðlagast hvaða stöðu sem er á vellinum, hvort sem það er á köntunum eða fyrir miðju,“ sagði Martino landsliðþjálfari.

„Ángel er einn áhrifaríkasti leikmaður sem Argentína hefur eignast í seinni tíð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×