Erlent

Áhættusamt uppátæki: Flugvél veifaði bless í flugtaki

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ótrúlegt uppátæki hefur vakið athygli flugáhugamanna um allan heim. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá stærðarinnar flugvél veifa áhorfendum bless við flugbraut nærri Seattle í Washington aðeins nokkrum sekúndum eftir að hún lyftist upp af jörðinni. Um er að ræða Boeing 747-8F í eigu Cargolux.

Flugáhugamenn hafa bent á að þrátt fyrir að „the wing wave“ eða vængjavinkið sé vinsælt meðal flugmanna, og gert í þakklætisskyni þegar fraktflugvélar halda af stað í flutningaleiðangur, að þá sé það yfirleitt gert þegar vélin hefur náð yfir 2000 feta hæð og nægum hraða.

Þetta uppátæki flugmannanna hefur því verið sagt áhættusamt en jafnframt sýna hversu auðvelt sé að stýra flugvélinni. Eins og sjá má í myndbandinu er vélin mjög nálægt jörðu og rétt að ná upp hraða þegar hún veifar bless.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×