Erlent

Drengur lést eftir að hann varð fyrir geit

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Geitinni átti að fórna.
Geitinni átti að fórna. Mynd/Getty
Þrettán ára drengur lést í Tyrklandi eftir að geit féll á hann af þaki sex hæða hárrar byggingar. Tyrkneski fjölmiðillinn Hurriyet Daily greinir frá.

Faðir, drengsins hafði keypt geitina í því skyni að fórna henni á meðan á trúarhátíðinni Eid al-Adha stæði en fann engan stað fyrir hana nema á þaki hússins þar sem þeir feðgar bjuggu. Dýrinu virtist ekki líka staðurinn því að það stökk yfir varnargirðingu á þakinu og niður á jörðina. Þar var drengurinn ungi að leik með vinum sínum. Hann var fluttur á spítala með hraði en ekki var hægt að bjarga honum.

Rannsókn er hafin á atvikinu sem er talið algjörlega einstakt í heiminum en samkvæmt Hurriyet Daily á það sér engin fordæmi. Faðir drengsins hefur opinberlega tjáð sig um sorgina sem fylgir sonarmissinum en segir jafnframt að það sé ekkert hægt að segja um slíkt atvik. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×