Erlent

Ráðist á fréttamenn BBC með táragasi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Tyrkneska lögreglan skaut tveimur táragashylkjum að bifreið fréttamannateymis á vegum BBC sem staðsett er við landamæri Sýrlands og Tyrklands um þessar mundir. Seinna hylkinu var skotið beint inn um bakglugga bifreiðarinnar og fylltist bíllinn við það af táragasi og eld tók í bílnum í skamma stund.

Paul Adams, fréttamaður, var í upptökum stuttu fyrir atvikið og myndbandsupptökuvélin hélt áfram að rúlla þegar það gerðist og nokkrum mínútum eftir á. Það náðist því allt á myndband sem sjá má með fréttinni.

Enginn slasaðist en teymið er statt við landamæri Tyrklands og Sýrlands til þess að fjalla um yfirtöku IS á bæ þar hjá. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×