Erlent

Tugir þúsunda flýja heimili sín

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Tugir þúsunda íbúa Kasmír héraðsins á milli Indlands og Pakistan hafa flúið heimili sín vegna átaka á milli Indverja og Pakistana. Hermennirnir hafa skotið yfir landamærin með stórskotaliði og sprengjuvörpum og minnst níu borgarar eru látnir.

Samkvæmt AP fréttaveitunni segja Indverjar að fimm hafi látist og 35 særst þeirra megin við landamærin. Yfirvöld í Pakistan segja fjóra látna og þrjá særða.

Átökin í morgun eru með stærstu brotum á vopnahléi landanna frá 2003 en tvö af þremur stríðum landanna eru vegna Kasmír héraðsins. Báðir aðilar saka hinn um að hafa skotið fyrst og að þeirra hermenn hafi einungis brugðist við. Þá segja báðir að átökin séu ekki bundin við einn stað við landamærin, heldur á nokkrum stöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×