Erlent

Lögreglan ræður sjálf hvað hún gerir upptækt

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
John Oliver vekur gjarnan athygli á mjög athygliverðum málum.
John Oliver vekur gjarnan athygli á mjög athygliverðum málum. Mynd / Last Week Tonight
Bandarísku lögreglunni er heimilt að gera hverskyns eigur einstaklinga upptækar ef hana grunar að þær hafi einhver tengsl við ólöglega starfsemi. Fólkið sjálft þar ekki að hafa þessi tengsl. Bandaríski þáttastjórnandinn John Oliver gerði þetta að umfjöllunarefni sínu um helgina í þættinum Last Week Tonight.

Umfjöllunina má sjá hér fyrir neðan.

Þannig var til að mynda hús hjóna gert upptækt af því að lögreglan taldi að sonur þeirra, sem handtekinn var með heróín að andvirði tæplega fimm þúsund króna, hefði einhvertíma selt heróín í húsinu. Engin grunur lék á að hjónin hafi komið nokkuð nálægt og ekki var sýnt fram á að sonurinn hefði selt fíkniefni í húsinu.

Meðal eigna sem lögreglan getur gert upptæka án dóms og laga eru peningaseðlar. Lögregluembætti mega svo í mörgum tilfella halda eftir þessum fjármunum sjálft í stað þess að afhenta það ríkissjóði. Oliver bendir á að meðal þess sem lögreglan hefur keypt fyrir peningana er margarítu-vél. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×