Erlent

Reyndi að ganga til liðs við Íslamska ríkið

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Bandarískur tániningur var handtekinn á alþjóða flugvellinum í Chicago í Bandaríkjunum. Ætlaði hann að fljúga til Tyrklands og þaðan ætlaði hann til Sýrlands, þar sem hann ætlaði að ganga í raðir Íslamska ríkisins.

Samkvæmt AP fréttaveitunni var hinn 19 ára Mohammed Hamzah Khan handtekinn áður en hann fór um borð í flugvél af meðlimum alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Hann hefur verið ákærður fyrir að ætla að styðja við hryðjuverkasamtök og fór fyrir dómara í dag.

Saksóknarar segja að við leit á heimili hans hafi fundist skjöl þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Íslamska ríkið.

Yfirmaður FBI segir að talið sé að tólf bandarískir ríkisborgarar berjist með IS á þessari stundu. Þó segir hann að rúmlega hundrað einstaklingar hafi reynt að ganga til liðs við IS, en hafi verið handteknir eða hafi sjálfir snúið við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×