Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. október 2014 21:02 Starfsfólk Barnaverndarstofu telur Eygló Harðardóttur velferðarráðherra útiloka það kerfisbundið frá stefnumótunarvinnu í barnaverndarmálum en velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja fimm hundruð milljóna króna samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. Háholt er meðferðarúrræði fyrir unglinga á aldrinum fimmtán til átján ára, en það er mat Barnaverndarstofu að fénu sé betur varið í byggingu nýs meðferðarhúsnæðis fyrir unglingana á höfuðborgarsvæðinu. Sem stendur er rými fyrir þrjá unglinga á Háholti en þar starfa alls ellefu starfsmenn auk kennara og sálfræðings í hlutastarfi. Ljóst er að fáir nýta sér úrræðið, en stundum er þar enginn unglingur í vistun svo vikum skiptir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta er ekki eina dæmið um að ráðherra nýti sér ekki sérfræðiþekkingu Barnaverndarstofu, og er það tilfinning starfsfólks þar að það sé kerfisbundið útilokað frá stefnumótunarvinnu. Ekki hefur verið óskað eftir þekkingu þeirra við gerð framkvæmdaráætlunar í barnavernd fyrir næsta ár, þau sitja ekki í nefnd um mótun fjölskyldustefnu og eiga ekki skipaðan fulltrúa í Velferðarvaktinni. Það er eftirtektarvert fyrir þær sakir að samkvæmt sjöundu grein barnaverndarlaga á Barnaverndarstofa að vera félagsmálaráðherra til ráðgjafar um stefnumótun í málaflokknum. Eygló vísar þessari gagnrýni á bug. „Nú er það þannig að allir sem hafa haft áhuga á því að koma inn í Velferðarvaktina hafa fengið sæti í henni,“ segir Eygló. „Hvað varðar síðan mótun fjölskyldustefnu þá nær það yfir mjög fjölþætt svið og ég hef raunar ekki fengið upplýsingar um það áður að Barnaverndarstofa hafi áhuga á því að koma að þeirri vinnu. Það hefði náttúrulega verið mjög skemmtilegt. Varðandi barnaverndaráætlunina, þá er það að sjálfsögðu þannig að ráðherra fer með yfirstjórn þess máls.“ Tengdar fréttir Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Starfsfólk Barnaverndarstofu telur Eygló Harðardóttur velferðarráðherra útiloka það kerfisbundið frá stefnumótunarvinnu í barnaverndarmálum en velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja fimm hundruð milljóna króna samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. Háholt er meðferðarúrræði fyrir unglinga á aldrinum fimmtán til átján ára, en það er mat Barnaverndarstofu að fénu sé betur varið í byggingu nýs meðferðarhúsnæðis fyrir unglingana á höfuðborgarsvæðinu. Sem stendur er rými fyrir þrjá unglinga á Háholti en þar starfa alls ellefu starfsmenn auk kennara og sálfræðings í hlutastarfi. Ljóst er að fáir nýta sér úrræðið, en stundum er þar enginn unglingur í vistun svo vikum skiptir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta er ekki eina dæmið um að ráðherra nýti sér ekki sérfræðiþekkingu Barnaverndarstofu, og er það tilfinning starfsfólks þar að það sé kerfisbundið útilokað frá stefnumótunarvinnu. Ekki hefur verið óskað eftir þekkingu þeirra við gerð framkvæmdaráætlunar í barnavernd fyrir næsta ár, þau sitja ekki í nefnd um mótun fjölskyldustefnu og eiga ekki skipaðan fulltrúa í Velferðarvaktinni. Það er eftirtektarvert fyrir þær sakir að samkvæmt sjöundu grein barnaverndarlaga á Barnaverndarstofa að vera félagsmálaráðherra til ráðgjafar um stefnumótun í málaflokknum. Eygló vísar þessari gagnrýni á bug. „Nú er það þannig að allir sem hafa haft áhuga á því að koma inn í Velferðarvaktina hafa fengið sæti í henni,“ segir Eygló. „Hvað varðar síðan mótun fjölskyldustefnu þá nær það yfir mjög fjölþætt svið og ég hef raunar ekki fengið upplýsingar um það áður að Barnaverndarstofa hafi áhuga á því að koma að þeirri vinnu. Það hefði náttúrulega verið mjög skemmtilegt. Varðandi barnaverndaráætlunina, þá er það að sjálfsögðu þannig að ráðherra fer með yfirstjórn þess máls.“
Tengdar fréttir Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00