Erlent

Fimleikamenn skemmdu hluta Meyjarhofsins

Atli Ísleifsson skrifar
Meyjarhofið í Aþenu.
Meyjarhofið í Aþenu. Vísir/AFP
Skemmdir urðu á Meyjarhofinu í Aþenu um helgina eftir að fimleikamenn sýndu listir sínar í hofinu.

Tveir rússneskir áhugafimleikamenn sýndu gestum og gangandi svokallað parkour þar sem þeir klifruðu og stukku fram af einum vegg hofsins. Fór svo að lokum að hluti eins veggjarins hrundi vegna alls hamagangsins þrátt fyrir vörður hafði ítrekað beðið mennina um að hætta athæfi sínu.

Atferli Rússanna hefur vakið reiði í Grikklandi enda er 2.500 ára gamalt hofið eitt af helstu kennileitum landsins, en hofið var reist til heiðurs grísku gyðjunni Pallas Aþenu.

Mennirnir, sem eru báðir 23 ára gamlir, voru handteknir af lögreglu og leiddir á brott í járnum. Ræðismannsskrifstofa Rússlands í Aþenu fer nú með málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×