Erlent

Ellefu létust í eldingaveðri

Vísir/AFP
Ellefu meðlimir ættbálks í Kólombíu létu lífið aðfararnótt mánudags þegar eldingum laust niður í þorp þeirra þegar trúarhátíð var í gangi. Fimmtán aðrir meðlimir ættbálksins slösuðust í hamaganginum en trúarhátíðin miðaði að því að ná andlegu jafnvægi í ættbálkinn.

Þeir sem komust lífs af fengu flest annan og þriðja stigs bruna víða um líkamann en hofið þar sem hátíðin fór fram brann meðal annars til grunna. Allt í allt voru um sextíu manns á hátíðinni sem haldin var í afskekktu fjallahéraði í Kólombíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×