Erlent

Þrívíddarprentað hjarta bjargaði lífi ungabarns

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þrívíddarprentað hjarta.
Þrívíddarprentað hjarta.
Afar flókin hjartaaðgerð sem gera þurfti á tveggja vikna gömlu ungabarni varð auðveldari með því að prenta eftirlíkingu af hjarta barnsins í þrívídd áður en aðgerðin var gerð. Barnið var með holur í hjartanu en einnig voru hjarthólfin óvenjuleg í laginu.

Að sögn læknisins sem framkvæmdi aðgerðina á Morgan Stanley-barnaspítalanum í New York í júlí sl., er hjartað venjulega stoppað svo hægt sé að skoða hvað sé að og þurfi að gera. Með þrívíddartækninni sé hins vegar hægt að komast hjá þessu.

Með því að prenta út nákvæma eftirlíkingu af hjartanu er hægt að greina hvað er að og hvernig framkvæma má aðgerðina. Talið er að þetta muni auðvelda flóknar hjartaaðgerðir til muna, ekki síst í ungabörnum sem fæðast með hjartagalla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×