Erlent

Barn fór á leikskóla með heróín

Samúel Karl Ólason skrifar
Eiturlyfjapakningar eru oft merktar eins að um sælgæti væri að ræða.
Eiturlyfjapakningar eru oft merktar eins að um sælgæti væri að ræða. Vísir/AFP
Bandarísk móðir var handtekin í gær eftir að fjögurra ára dóttir hennar fór á leikskólann með 250 pakkningar af heróíni. Þar dreifði hún þeim til hinna barnanna því hún hélt að þetta væri nammi.

Reuters fréttaveitan segir frá því að lögreglan hafi kært konuna, sem heitir Ashely Tull, fyrir vörslu fíkniefna og fyrir að stofna heilsu barns í hættu. Nokkur barnanna sem fengu heróín voru flutt á sjúkrahús, en börnin opnuðu ekki pakkningarnar og voru þau því send heim.

Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni hafði gæludýr stúlkunnar skemmt skólatösku hennar kvöldið áður. Því tók hún aðra tösku í skólann, en sú innihélt heróínið.

Ashley Tull er nú laus gegn tryggingu en henni hefur verið bannað að umgangast dóttur sína, auk tveggja annarra barna hennar sem eru níu og ellefu ára gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×