Erlent

Neyðarlínan í Kaupmannahöfn gagnrýnd fyrir rasisma

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Hinn 33 ára Daniel lá meðvitundarlaus á götunni fyrir utan Amagerbro lestarstöðina í Kaupmannahöfn í gær. Nokkrar manneskjur sem reyndu að hringja í Neyðarlínuna voru spurðar af þeim sem svaraði hvort að maðurinn væri nokkuð Grænlendingur.

Þetta kemur fram á vef Berlingske.

„Á meðan ég hugaði að honum hringdu tvær konur á sjúkrabíl. Ég heyrði aðra þeirra segja: „Spurðu þeir þig líka hvort hann væri Grænlendingur?“ Það kom mér mjög á óvart og mér þótti það skrítið,“ segir Ulla Miilmann.

BT segir að í heildina hafi þurft þrjú símtöl áður en sjúkrabíll var sendur af stað. Þegar þeir loks mættu var hinn heimilislausi Daniel látinn. Þetta hefur Neyðarlínan í Kaupmannahöfn viðurkennt og að ekki hafi verið brugðist rétt við símtölunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×