Innlent

Illugi vill ekki leggja á nokkurn mann að horfa tvisvar á íslenskar fréttir

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þrátt fyrir áhugaleysið telur Illugi að mikilvægt sé að varðveita fréttatíma vegna sagnfræðilegs gildis.
Þrátt fyrir áhugaleysið telur Illugi að mikilvægt sé að varðveita fréttatíma vegna sagnfræðilegs gildis. Vísir / Daníel
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaraðherra, segist ekki vilja leggja á nokkurn mann að horfa á íslenskar fréttir oftar en einu sinni. Þetta sagði hann í umræðum um gagnasafn RÚV á Alþingi í gær. Þar var meðal annars rætt um hvaða ástæður gætu legið að baki því að fréttatímar RÚV eru ekki aðgengilegir á netinu nema í skamman tíma.

Illugi sagðist ekki vita hvort tæknilegar eða fjárhagslegar ástæður ráða því að þær eru aðgengilegar þennan ákveðna tíma en efaðist að nokkur hefði áhuga á að horfa oft á sömu fréttatímana. „Ekki það að maður vilji leggja það á nokkurn mann að horfa á íslenskar fréttir tvisvar eða oftar jafnvel en þó er nauðsynlegt sögunnar vegna að við gætum þess að aðgengi sé sem lengst,“ sagði hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×