Erlent

Stjórnmála- og embættismönnum hent í ruslatunnur

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP/Skjáskot
Allt að tólf stjórnmála- og embættismönnum hefur verið hent í ruslafötur í Úkraínu af hægri sinnuðum aktívistum. Mennirnir tengjast annað hvort flokki Viktor Yanukovych, fyrrverandi forseta Úrkarínu, eða hafa verið sakaðir um spillingu.

Fyrsta atvikið átti sér stað í byrjun september þegar Oleg Rudenko embættismanni í Odessa var kastað í ruslið og síðan þá hefur þetta verið kallað „Ruslafötu áskorunin“.

Telegraph segir hópa hægri sinnaðra einstaklinga hafa tekið þetta upp víða um Úkraínu. Gagnrýnendur segja þó að þetta sé einu skrefi frá því að vera flokkað sem múgæsing og að þetta gæti auðveldlega þróast út í alvarlegra ofbeldi.

Meðlimir samtakanna Right Sector eru hvað duglegastir við Ruslafötuáskorunina. Samtökin urðu til í mótmælaöldunni í Úkraínu og urðu fljótt þekkt fyrir mikið ofbeldi í götuátökunum sem leiddu til útlegðar Yanukovych.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×