Erlent

Loksins samkomulag um ríkisstjórn í Belgíu

Atli Ísleifsson skrifar
Charles Michel er yngsti forsætisráðherra í sögu landsins.
Charles Michel er yngsti forsætisráðherra í sögu landsins. Vísir/AFP
Stærstu mið- og hægriflokkar belgíska þingsins hafa náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Charles Michel verður forsætisráðherra nýrrar stjórnar, en nærri fimm mánuðir eru liðnir frá þingkosningunum. Michel tilkynnti um myndun stjórnarinnar nú síðdegis.

Flokkarnir sem mynda nýja ríkisstjórn eru þrír flokkar frá flæmskuhluta landsins í norðri og frjálslyndum, frönskumælandi flokki Michel.

Michel er 38 ára gamall og yngsti forsætisráðherrann í sögu landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×