Innlent

Spyr um fóstureyðingar þar sem fóstur hefur greinst með Downs

Atli Ísleifsson skrifar
Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna.
Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna. Vísir/Heiða
Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra um fósturgreiningar. Steinunn Þóra spyr meðal annars hversu hátt hlutfall endar með fóstureyðingu í þeim tilfellum þegar fóstur greinist með Downs-heilkenni.

Fyrirspurnin er í sex liðum og er óskað eftir skriflegu svari.

„1. Hvaða tölulegu upplýsingar liggja fyrir um fósturgreiningar hér á landi árin 2007–2014?

2. Hversu hátt hlutfall meðgangna endar með fóstureyðingu í þeim tilfellum þegar fóstur greinist með Downs-heilkenni? Hversu hátt hlutfall meðgangna endar með fóstureyðingu þegar fóstur greinist með önnur litningafrávik en þrístæðu 21 (Downs-heilkenni)?

3. Er tíðni fóstureyðinga á Íslandi, sökum þess að fóstur greinist með litningafrávik, frábrugðin því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum á árabilinu 2007–2014?

4. Hvernig er upplýsingum og ráðgjöf til verðandi foreldra um snemmómskoðun og fósturgreiningar háttað? Hvaða aðilar annast slíka fræðslu?

5. Hvers konar ráðgjöf er verðandi foreldrum boðin þegar fósturgreining leiðir í ljós að fóstur er með litningafrávik?

6. Hefur verið gerð könnun á félagslegum aðstæðum fólks með Downs-heilkenni og önnur litningafrávik og lífsgæðum þeirra og fjölskyldna þeirra?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×