Erlent

Munaðarlaus börn í kór krafin um samþykki foreldra

Atli Ísleifsson skrifar
Kórinn þurfti að hætta við ferðina örfáum dögum fyrir áætlaða brottför.
Kórinn þurfti að hætta við ferðina örfáum dögum fyrir áætlaða brottför. Vísir/AFP
Bresk yfirvöld hafa neitað úgöndskum barnakór inngöngu í landið þar sem meðlimir kórsins gátu ekki allir skilað skriflegu samþykki foreldra. Í kórnum eru meðal annars tuttugu munaðarlaus börn.

Góðgerðarsamtökin Africa with Love höfðu skipulagt komu kórsins til Bretlands þar sem hann átti að syngja og safna fé handa skóla barnanna.

Börnunum var hins vegar meinað um vegabréfsáritarnir þar sem þau vöru ekki öll með skriflegt samþykki foreldra eða forráðamanna.

Í frétt BBC kemur fram að kórinn hafi þurft að hætta við ferðina örfáum dögum fyrir áætlaða brottför.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×