Enski boltinn

Keane: Ferguson vildi ekki að Beckham fengi sjöuna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
David Beckham gekk alveg ágætlega í sjöunni.
David Beckham gekk alveg ágætlega í sjöunni. vísir/getty
Sir Alex Ferguson reyndi að koma í veg fyrir að David Beckham myndi spila í treyju númer sjö hjá Manchester United þegar EricCantona hætti í knattspyrnu, að því fram kemur í ævisögu Roy Keane, fyrrverandi fyrirliða liðsins.

Brot úr ævisögu Keane hafa birst á fréttasíðum út um allan heim undanfarna daga, en Írinn skapbráði lætur þar gammin geysa um veru sína hjá Mancheter United og hefur nóg að segja um Sir Alex Ferguson.

Roy Keane.vísir/getty
Þegar Cantona lagði skóna á hilluna árið 1997 var treyja númer sjö laus hjá United, en henni höfðu áður klæðst leikmenn á borð við GeorgeBest og BryanRobson.

„Hjá United er sjöan goðsagnarkennd. Þegar Eric Cantona hætti var umræða um hver átti að vera næsti fyrirliði. Ég var nokkuð rólegur yfir þessu öllu saman,“ skrifar Keane.

„Stjórinn [Ferguson] kallaði mig inn á skrifstofu og sagði að hann vildi að ég myndi taka sjöuna. Ég vildi hana ekki, mér var alveg sama. Þá sagði Ferguson: „Ég veit að Beckham vill hana, en ég vil ekki að hann fái hana.“

Svo fór að Beckham klæddist treyju númer sjö í sex ár áður en hann hélt til Real Madrid. Þegar hann fór tók CristianoRonaldo við sjöunni og í dag leikur dýrasti leikmaður í sögu enska boltans, Angel di María, í treyju númer sjö hjá Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×