Erlent

Skotárás í Malmö

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Einn er í bráðri lífshættu og þrír særðir eftir skotárás í Malmö í Svíþjóð seint í gærkvöld. Mennirnir eru á þrítugsaldri og frá Skurup í Svíþjóð. Fyrr í gærkvöld særðist sautján ára piltur þegar hann fékk skot í handlegginn í miðborg Malmö.

Af öryggisástæðum var lögregluvörður við sjúkrahúsið í nótt, en þremenningarnir hafa allir komið við sögu lögreglu. 

Lögregla rannsakar nú málið og hefur girt af svæðið þar sem skotárásin átti sér stað og leitar þar sönnunargagna.  Enginn hefur enn verið handtekinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×