Erlent

Ofbeldi gegn börnum vegna fjölkynngis og trúarsiða hefur aukist

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Tilfellum þar sem obeldi er beitt gegn börnum vegna fjölkynngis og trúarsiða í London hefur fjölgað undanfarið. Samkvæmt lögreglunni í London hafa komið upp 27 slík tilfelli í ár. Allt síðasta ár komu upp 24 tilfelli og 19 árið áður.

Eitt af þessum tilfellum fól í sér að barni var sveiflað í loftinu og slegið í höfuðið vegna særingar. Þá hefur börnum verið dýft í vatn til að reka á brott illa anda.

Lögreglan hefur nú framleitt þjálfunarmyndbandi til að kenna lögregluþjónum að bera kennsl á ofbeldi gegn börnum vegna helgisiða fólks. Samkvæmt yfirmanni í lögreglunni er oft erfitt að bera kennsl á það þegar foreldrar eða umsjónaraðilar raunverulega trúa því að barn sé haldið illum öndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×