Lagði áherslu á að RÚV fengi útvarpsgjaldið óskert Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2014 11:33 Magnús Geir Þórðarson fundaði með starfsfólki RÚV í dag. visir/stefán „Magnús Geir [Þórðarson, útvarpsstjóri] útskýrði stöðuna fyrir starfsfólki og fór yfir reksturinn og efnahaginn,“ segir Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna hjá RÚV. Boðað var til starfsmannafundar meðan starfsmanna RÚV í Efstaleitinu í morgun. Mikið hefur verið fjallað um rekstur RÚV í fjölmiðlum að undanförnu en fjárhagsstaða Ríkisútvarpsins er erfið, stofnunin átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. „Hann sagði meðal annars á fundinum að hann hefi lagt ríka áherslu á það við ráðamenn að það væri mikilvægt að RÚV fengi útvarpsgjaldið óskert eins og það væri núna, ef ekki þá þyrfti að eiga sér stað einhver grundvallarbreyting á þjónustu RÚV.“Hallgrímur Indriðason.visir/gvaMagnús Geir sagði á fundinum að aðeins tvær leiðir væru í stöðunni fyrir RÚV. „Annarsvegar óbreytt þjónusta og þá yrði að leiðrétta þjónustutekjurnar þannig að RÚV fengi útvarpsgjaldið eða þá að tekjurnar yrðu óbreyttar og þá yrði að leggja einhverjar þjónustur niður.Það væri ákvörðun sem stjórnmálamenn þyrftu að taka.“ Hallgrímur segir það augljóst að ef stjórnmálamenn ákveða að halda óbreyttum tekjum til RÚV þýði það að þjónusta verði lögð niður og uppsagnir óhjákvæmilegar. Hallgrímur segir að fundurinn hafi gengið vel og mikil ánægja meðal starfsfólks með hann. „Það var mikil ánægja meðal starfsmann að fá svona góðar upplýsingar, því það hefur kannski ekki alltaf verið fyrir hendi. Þetta var mjög upplýsandi og gott var að fá þetta yfirlit.“ Hallgrímur segir að röngum fullyrðingum hafi verið slegið fram að undanförnu. „Því hefur verið haldið fram að hér hafi ekkert verið hagrætt þegar stöðugildum hefur fækkað um þrjátíu prósent. Síðan er ekki nema rétt rúm fimmtíu prósent af útgjöldum RÚV sem eru að fara í dagskrána sjálfa og restin fer í fjármagnskostnað, rekstur dreifikerfis og afborgarnir af húsinu. Það er því ekki mikið pláss fyrir hagræðingu innan núverandi ramma. Það hefur vakið ákveðna gremju að verið sé að slá fram röngum fullyrðingum um RÚV og stöðuna.“ Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir vill selja Rás 2 Vill skoða hvort rétt sé að selja Rás tvö og fá þannig pening í ríkiskassann. 2. október 2014 18:45 Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
„Magnús Geir [Þórðarson, útvarpsstjóri] útskýrði stöðuna fyrir starfsfólki og fór yfir reksturinn og efnahaginn,“ segir Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna hjá RÚV. Boðað var til starfsmannafundar meðan starfsmanna RÚV í Efstaleitinu í morgun. Mikið hefur verið fjallað um rekstur RÚV í fjölmiðlum að undanförnu en fjárhagsstaða Ríkisútvarpsins er erfið, stofnunin átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. „Hann sagði meðal annars á fundinum að hann hefi lagt ríka áherslu á það við ráðamenn að það væri mikilvægt að RÚV fengi útvarpsgjaldið óskert eins og það væri núna, ef ekki þá þyrfti að eiga sér stað einhver grundvallarbreyting á þjónustu RÚV.“Hallgrímur Indriðason.visir/gvaMagnús Geir sagði á fundinum að aðeins tvær leiðir væru í stöðunni fyrir RÚV. „Annarsvegar óbreytt þjónusta og þá yrði að leiðrétta þjónustutekjurnar þannig að RÚV fengi útvarpsgjaldið eða þá að tekjurnar yrðu óbreyttar og þá yrði að leggja einhverjar þjónustur niður.Það væri ákvörðun sem stjórnmálamenn þyrftu að taka.“ Hallgrímur segir það augljóst að ef stjórnmálamenn ákveða að halda óbreyttum tekjum til RÚV þýði það að þjónusta verði lögð niður og uppsagnir óhjákvæmilegar. Hallgrímur segir að fundurinn hafi gengið vel og mikil ánægja meðal starfsfólks með hann. „Það var mikil ánægja meðal starfsmann að fá svona góðar upplýsingar, því það hefur kannski ekki alltaf verið fyrir hendi. Þetta var mjög upplýsandi og gott var að fá þetta yfirlit.“ Hallgrímur segir að röngum fullyrðingum hafi verið slegið fram að undanförnu. „Því hefur verið haldið fram að hér hafi ekkert verið hagrætt þegar stöðugildum hefur fækkað um þrjátíu prósent. Síðan er ekki nema rétt rúm fimmtíu prósent af útgjöldum RÚV sem eru að fara í dagskrána sjálfa og restin fer í fjármagnskostnað, rekstur dreifikerfis og afborgarnir af húsinu. Það er því ekki mikið pláss fyrir hagræðingu innan núverandi ramma. Það hefur vakið ákveðna gremju að verið sé að slá fram röngum fullyrðingum um RÚV og stöðuna.“
Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir vill selja Rás 2 Vill skoða hvort rétt sé að selja Rás tvö og fá þannig pening í ríkiskassann. 2. október 2014 18:45 Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir vill selja Rás 2 Vill skoða hvort rétt sé að selja Rás tvö og fá þannig pening í ríkiskassann. 2. október 2014 18:45
Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent