Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2014 11:36 Vigdís hefur kallað stjórn RÚV á fund fjárlaganefndar, þar sem hún mun krefjast svara og í framhaldinu mun hún gera Magnúsi Geir útvarpsstjóra að skera niður í rekstrinum. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. Fjárhagsstaða Ríkisútvarpsins er erfið, stofnunin átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Vísir fjallaði um málið í gær og birti tilkynningu frá Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra um málið. Magnús Geir tók við sem útvarpsstjóri snemma á þessu ári, en áður en til þess kom átti hann sæti í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar RÚV, hefur lýst því yfir að hann sé bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuldina eftir fjóra mánuði. En, ljóst er að málið mun koma á borð fjárlaganefndar og þar er Vigdísi að mæta. „Maður varð náttúrlega svolítið undrandi í gærkvöldi þegar þetta birtist í fréttum, að RÚV sé raunverulega ógjaldfært; eða hafi ekki samið við sína skuldunauta. Ég hef þegar gert ráðstafanir núna í morgunsárið og hef lagt það fyrir fjárlaganefnd að við fundum í næstu viku. Og fáum stjórn RÚV til okkar til að útskýra þessi mál og fara yfir þetta.“Nú mun þessi staða væntanlega kalla á aukið fjármagn frá ríkinu til Ríkisútvarpsins ohf. eða liggur það ekki fyrir? „Nei. Það liggur alls ekki fyrir. Það er frekar hægt að fara hina leiðina, að það sé dregið einhvers staðar saman í rekstri.“Þannig að þú munt krefjast þess af stjórnendum RÚV að þeir leiti frekari leiða með að skera niður hjá sér í rekstri? „Það verður að leita verður að velta við öllum steinum, greinilega. Þess vegna er ég nú búin að biðja um það að stjórnin komi fyrir fjárlaganefnd. Augljóst er að stjórnin hlýtur að hafa vitað af þessum skuldbindingum mjög lengi og ekki gert ráðstafanir, að mínu mati. Og þó RÚV sé að nokkru á ábyrgð ríkisins, er að vísu rekið sem ohf. núna, þá er það ekkert sjálfgefið að það sé endalaust dælt þarna inn fjármagni frekar en aðrar ríkisstofnanir.“ Vigdís segir að ekki verði hvikað frá því markmiði að ná hallalausum fjárlögum 2014 og skila afgangi 2015. Og hún Vigdís ætlar ekki að láta erfiðan rekstur Ríkisútvarpsins koma í veg fyrir að þær áætlanir standist. „Það verða allir að taka á því með okkur – RUV líka.“ Tengdar fréttir RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30 Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06 Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa veldur fordæmalausri fækkun fálka Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur taki áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. Fjárhagsstaða Ríkisútvarpsins er erfið, stofnunin átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Vísir fjallaði um málið í gær og birti tilkynningu frá Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra um málið. Magnús Geir tók við sem útvarpsstjóri snemma á þessu ári, en áður en til þess kom átti hann sæti í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar RÚV, hefur lýst því yfir að hann sé bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuldina eftir fjóra mánuði. En, ljóst er að málið mun koma á borð fjárlaganefndar og þar er Vigdísi að mæta. „Maður varð náttúrlega svolítið undrandi í gærkvöldi þegar þetta birtist í fréttum, að RÚV sé raunverulega ógjaldfært; eða hafi ekki samið við sína skuldunauta. Ég hef þegar gert ráðstafanir núna í morgunsárið og hef lagt það fyrir fjárlaganefnd að við fundum í næstu viku. Og fáum stjórn RÚV til okkar til að útskýra þessi mál og fara yfir þetta.“Nú mun þessi staða væntanlega kalla á aukið fjármagn frá ríkinu til Ríkisútvarpsins ohf. eða liggur það ekki fyrir? „Nei. Það liggur alls ekki fyrir. Það er frekar hægt að fara hina leiðina, að það sé dregið einhvers staðar saman í rekstri.“Þannig að þú munt krefjast þess af stjórnendum RÚV að þeir leiti frekari leiða með að skera niður hjá sér í rekstri? „Það verður að leita verður að velta við öllum steinum, greinilega. Þess vegna er ég nú búin að biðja um það að stjórnin komi fyrir fjárlaganefnd. Augljóst er að stjórnin hlýtur að hafa vitað af þessum skuldbindingum mjög lengi og ekki gert ráðstafanir, að mínu mati. Og þó RÚV sé að nokkru á ábyrgð ríkisins, er að vísu rekið sem ohf. núna, þá er það ekkert sjálfgefið að það sé endalaust dælt þarna inn fjármagni frekar en aðrar ríkisstofnanir.“ Vigdís segir að ekki verði hvikað frá því markmiði að ná hallalausum fjárlögum 2014 og skila afgangi 2015. Og hún Vigdís ætlar ekki að láta erfiðan rekstur Ríkisútvarpsins koma í veg fyrir að þær áætlanir standist. „Það verða allir að taka á því með okkur – RUV líka.“
Tengdar fréttir RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30 Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06 Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa veldur fordæmalausri fækkun fálka Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur taki áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30
Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06
Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01