Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2014 11:36 Vigdís hefur kallað stjórn RÚV á fund fjárlaganefndar, þar sem hún mun krefjast svara og í framhaldinu mun hún gera Magnúsi Geir útvarpsstjóra að skera niður í rekstrinum. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. Fjárhagsstaða Ríkisútvarpsins er erfið, stofnunin átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Vísir fjallaði um málið í gær og birti tilkynningu frá Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra um málið. Magnús Geir tók við sem útvarpsstjóri snemma á þessu ári, en áður en til þess kom átti hann sæti í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar RÚV, hefur lýst því yfir að hann sé bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuldina eftir fjóra mánuði. En, ljóst er að málið mun koma á borð fjárlaganefndar og þar er Vigdísi að mæta. „Maður varð náttúrlega svolítið undrandi í gærkvöldi þegar þetta birtist í fréttum, að RÚV sé raunverulega ógjaldfært; eða hafi ekki samið við sína skuldunauta. Ég hef þegar gert ráðstafanir núna í morgunsárið og hef lagt það fyrir fjárlaganefnd að við fundum í næstu viku. Og fáum stjórn RÚV til okkar til að útskýra þessi mál og fara yfir þetta.“Nú mun þessi staða væntanlega kalla á aukið fjármagn frá ríkinu til Ríkisútvarpsins ohf. eða liggur það ekki fyrir? „Nei. Það liggur alls ekki fyrir. Það er frekar hægt að fara hina leiðina, að það sé dregið einhvers staðar saman í rekstri.“Þannig að þú munt krefjast þess af stjórnendum RÚV að þeir leiti frekari leiða með að skera niður hjá sér í rekstri? „Það verður að leita verður að velta við öllum steinum, greinilega. Þess vegna er ég nú búin að biðja um það að stjórnin komi fyrir fjárlaganefnd. Augljóst er að stjórnin hlýtur að hafa vitað af þessum skuldbindingum mjög lengi og ekki gert ráðstafanir, að mínu mati. Og þó RÚV sé að nokkru á ábyrgð ríkisins, er að vísu rekið sem ohf. núna, þá er það ekkert sjálfgefið að það sé endalaust dælt þarna inn fjármagni frekar en aðrar ríkisstofnanir.“ Vigdís segir að ekki verði hvikað frá því markmiði að ná hallalausum fjárlögum 2014 og skila afgangi 2015. Og hún Vigdís ætlar ekki að láta erfiðan rekstur Ríkisútvarpsins koma í veg fyrir að þær áætlanir standist. „Það verða allir að taka á því með okkur – RUV líka.“ Tengdar fréttir RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30 Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06 Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. Fjárhagsstaða Ríkisútvarpsins er erfið, stofnunin átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Vísir fjallaði um málið í gær og birti tilkynningu frá Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra um málið. Magnús Geir tók við sem útvarpsstjóri snemma á þessu ári, en áður en til þess kom átti hann sæti í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar RÚV, hefur lýst því yfir að hann sé bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuldina eftir fjóra mánuði. En, ljóst er að málið mun koma á borð fjárlaganefndar og þar er Vigdísi að mæta. „Maður varð náttúrlega svolítið undrandi í gærkvöldi þegar þetta birtist í fréttum, að RÚV sé raunverulega ógjaldfært; eða hafi ekki samið við sína skuldunauta. Ég hef þegar gert ráðstafanir núna í morgunsárið og hef lagt það fyrir fjárlaganefnd að við fundum í næstu viku. Og fáum stjórn RÚV til okkar til að útskýra þessi mál og fara yfir þetta.“Nú mun þessi staða væntanlega kalla á aukið fjármagn frá ríkinu til Ríkisútvarpsins ohf. eða liggur það ekki fyrir? „Nei. Það liggur alls ekki fyrir. Það er frekar hægt að fara hina leiðina, að það sé dregið einhvers staðar saman í rekstri.“Þannig að þú munt krefjast þess af stjórnendum RÚV að þeir leiti frekari leiða með að skera niður hjá sér í rekstri? „Það verður að leita verður að velta við öllum steinum, greinilega. Þess vegna er ég nú búin að biðja um það að stjórnin komi fyrir fjárlaganefnd. Augljóst er að stjórnin hlýtur að hafa vitað af þessum skuldbindingum mjög lengi og ekki gert ráðstafanir, að mínu mati. Og þó RÚV sé að nokkru á ábyrgð ríkisins, er að vísu rekið sem ohf. núna, þá er það ekkert sjálfgefið að það sé endalaust dælt þarna inn fjármagni frekar en aðrar ríkisstofnanir.“ Vigdís segir að ekki verði hvikað frá því markmiði að ná hallalausum fjárlögum 2014 og skila afgangi 2015. Og hún Vigdís ætlar ekki að láta erfiðan rekstur Ríkisútvarpsins koma í veg fyrir að þær áætlanir standist. „Það verða allir að taka á því með okkur – RUV líka.“
Tengdar fréttir RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30 Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06 Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30
Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06
Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01