Enski boltinn

Özil ekki með Arsenal næstu tíu til tólf vikurnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mesut Özil.
Mesut Özil. Vísir/Getty
Mesut Özil verður ekki með Arsenal fyrr en á nýju ári eftir að myndataka leiddi í ljós að hnémeiðsli halda honum frá keppni í tíu til tólf vikur.

Özil fór í myndatöku í München og niðurstöðunar komu í ljós í morgun. Özil spilaði þó allar 90 mínúturnar í 2-0 tapinu á móti Chelsea um síðustu helgi.

Meiðsli Özil komu ekki almennilega í ljós fyrr en að hann kom til móts við þýska landsliðið og var hann í framhaldinu sendur í rannsókn.

Özil er með trosnað liðband í vinstra hné og er hann enn einn leikmaður Arsenal sem glímir við meiðsli.

Özil hefur spilað 9 leiki í öllum keppnum með Arsenal á leiktíðinni og er með 1 mark og 2 stoðsendingar í þeim. Það þykir þó ekki mikið á þeim bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×