Erlent

Ellefu manna fjölskylda í heilögu stríði

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjöldi erlendra einstaklinga berjast í Sýrlandi og Írak
Fjöldi erlendra einstaklinga berjast í Sýrlandi og Írak Vísir/AFP
Yfirvöld í Frakklandi grunar að ellefu manna fjölskylda, þar með talin amma fjölskyldunnar, hafi yfirgefið Frakkland til að berjast með vígahópum í Sýrlandi. Hryðjuverkadeild lögreglunnar hóf í dag rannsókn, eftir að fjölskyldan yfirgaf heimili sitt í Nice.

Talið er að allt að þúsund franskir ríkisborgarar hafi farið til Sýrlands og Írak til að taka þátt í átökunum þar. AP fréttaveitan segir innanríkisráðuneyti Frakklands telja að 350 þeirra séu þar enn. Aðrir hafi snúið aftur heim, fallið eða séu á leiðinni.

Frakkland var fyrsta þjóðin sem gekk í lið með Bandaríkjunum í að gera loftárásir gegn Íslamska ríkinu í Írak og Sýrlandi. Þá liggur fyrir þing landsins lagafrumvarp um að herða varnir þjóðarinnar gegn hryðjuverkum. Þar með talið að gera vegabréf grunaðra vígamanna upptæk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×