Innlent

Jólatónleikar Fíladelfíu verða sýndir á Stöð 2

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óskar Einarsson, tónlistarstjóri Fíladelfíu.
Óskar Einarsson, tónlistarstjóri Fíladelfíu. Vísir/Vilhelm
Árlegir jólatónleikar Fíladelfíukirkjunnar á aðfangadagskvöld verða sýndir á Stöð 2. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kirkjunni.

„Þar sem nú er ljóst að jólatónleikar Fíladelfíu munu ekki verða á dagskrá Ríkissjónvarpsins á aðfangadag eins og undanfarin ár vill stjórn Fíladelfíu nota tækifærið og þakka RÚV ánægjulegt samstarf á liðnum árum,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að stuðningur RÚV og sá vettvangur sem sjónvarpið hafi gefið jólatónleikum Fíladelfíu hafi aukið veg tónleikanna og hjálpað kirkjunni að safna fjármunum fyrir þá sem minna mega sín.

„Um leið er það okkur ánægja að tilkynna að Stöð 2 mun sýna tónleikana í opinni dagskrá á hefðbundnum tíma klukkan 23 á aðfangadagskvöld. Við gleðjumst yfir því að þjóðin geti áfram notið þessara frábæru tónleika sem eru orðnir hluti af jólahaldi svo margra og hlökkum við til þess að eiga gott samstarf við Stöð 2.“

Jólatónleikarnir verða að venju haldnir í byrjun desember. Samhliða tónleikunum kemur á markað veglegur tónlistarpakki sem inniheldur hljóð- og mynddiska sem endurspegla það besta af jólatónleikum síðustu ára að því er segir í tilkynningunni.

Gísli Berg, framleiðslustjóri 365, segir verkefnið í takti við aukinn kraft Stöðvar 2 í framleiðslu á íslensku efni. Því sé um að gera að nýta frábært tækifæri enda tónleikarnir sérstaklega gott sjónvarpsefni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×