Erlent

Kostnaður embættismanna í Kína lækkar um þúsund milljarða

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Stjórnvöld í Kína segja að kostnaður ríkisins við ferðalög embættismanna, veisluhöld og opinbera bíla hafi lækkað um níu milljarða dala á árinu. Það samsvarar rúmlega þúsund milljörðum króna. Forseti Kína, Xi Jinping hefur reynt að minnka spillingu og eyðslu opinberra starfsmanna í Kína og er átaki hans nú að ljúka.

Rúmlega 150 þúsund störf fundust þar sem menn fengu greidd laun hvort sem þeir mættu í vinnuna eða ekki. Forsetinn sagði að spilling í Kína ógnaði tilvist Kommúnistaflokksins, samkvæmt BBC.

Markmið átaks Jinping er ætlað að bæta tengsl flokksins við fólkið í Kína. Leiðtogar flokksins hafa varað við því að ef baráttan gegn spillingu væri of hörð, myndi það eyðileggja Kommúnistaflokkinn. Hins vegar myndi það skemma fyrir þjóðinni allri að taka of létt á spillingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×