Erlent

Tólf ára brúður í Noregi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Thea í brúðkaupskjólnum.
Thea í brúðkaupskjólnum.
Thea er 12 ára gömul og mun á laugardaginn giftast 37 ára gömlum manni. Um eiginlegt brúðkaup er ekki að ræða heldur nokkurs konar gjörning til að vekja athygli á giftingum barnungra stúlkna í þróunarríkjum. Herferðin í Noregi er í tengslum við Alþjóðadag stúlkna sem er á laugardaginn.

Í tilefni brúðkaupsins stofnaði Thea blogg sem varð á einum degi eitthvert mest lesna og umdeildasta blogg Noregs. Þar kom nefnilega ekki fram að  Thea myndi ekki giftast manninum í alvörunni.

Fjöldi fólks tilkynnti málið til lögreglu og barnaverndar svo koma mætti í veg fyrir að stúlkan giftist manninum. Þá var málið mikið rætt á samfélagsmiðlunum.

Eins og áður segir mun Thea ekki giftast 37 ára gömlum manninum í alvörunni þó að athöfnin sjálf fari fram. Fólk getur kynnt sér herferðina og lagt baráttunni gegn giftingum barnungra stúlkna lið á stoppbryllupet.blogg.no.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×