Innlent

Kína lokar á fréttir um mótmælin

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mótmælendur halda farsímum sínum á lofti.
Mótmælendur halda farsímum sínum á lofti. vísir/afp
Yfirvöld í Kína hafa lokað á allan fréttaflutning og myndbirtingar þarlendis sem tengjast mótmælunum í Hong Kong. Tugþúsundir lýðræðissinna hafa nær lokað borginni í mótmælunum og lamað alla umferð og starfsemi í borginni. Krafist er aukins lýðræðis og að stjórnvöld í Peking skipti sér ekki af kosningunum sem á að halda árið 2017.

Hong Kong er hluti af kínverska alþýðuveldinu en nýtur takmarkaðrar sjálfstjórnar.Ástæða mótmælanna er sú ákvörðun kommúnistaflokks Kína að skipta sér af því hverjir geti boðið sig fram í kosningunum í Hong Kong árið 2017 sem Kínverjar lofuðu eftir að þeir tóku við borginni úr höndum Breta á árið 1997.

Mótmælin hafa vakið mikla athygli og þá einna helst hve vel þau hafa farið fram. Mótmælendurnir flestir sitja kyrrum kjörum á götum borgarinnar, eru afar kurteisir og friðsamir og hirða upp eftir sig allt rusl og annan óþrifnað. Lögregla hefur þó beitt táragasi og handtekið fjölda fólks.

CY Leung, æðsti embættismaður Hong Kong, segir mótmælin vera ólögleg og að kosningar muni fara fram eins og áætlað var. Yfirvöld í Kína hafa einnig sett sig gegn mótmælunum og segja yfirvöld í Hong Kong hafa fullan stuðning frá meginlandinu.


Tengdar fréttir

Táragasi beitt gegn mótmælendum

Lögreglumenn í Hong Kong hafa varið ákvörðun sína um að nota táragas og fleiri aðferðir til að hafa stjórn á mótmælendum í fjármálahverfi borgarinnar.

Leiðtogi Hong Kong hvetur mótmælendur til að halda heim á leið

Æðsti embættismaður Hong Kong, CY Leung, hvatti í nótt mótmælendur til þess að halda til síns heima og láta þegar í stað af mótmælum sínum. Ekki verður orðið við þessari beiðni því á meðal krafna mótmælenda er einmitt að Leung sjálfur segi af sér embætti.

Lögreglan dregur sig í hlé í Hong Kong

Þúsundir mótmælenda eru nú á strætum Hong Kong borgar og hafa þeir tekið yfir fjármálahverfi borgarinnar og neita að yfirgefa svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×