„Jafnréttisbaráttan er ekki einkamál kvenna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2014 15:25 Inga Dóra Pétursdóttir er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Vísir/Stefán Karlsson HeForShe-herferð UN Women var formlega kynnt um helgina í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York. Herferðin hefur það að markmiði að fjölga körlum sem styðja jafnrétti kynjanna. „Það sem þessi herferð er fyrst og fremst að benda á er að jafnréttisbaráttan er ekki einkamál kvenna heldur eigum við öll að vera saman í þessu,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Lögð er áhersla á það í herferðinni hvað kynin eiga sameiginlegt frekar en það hvað greinir þau í sundur. Inga Dóra segir jafnframt mikilvægt að beina sjónum því að ungir strákar geti verið alveg jafnfjötraðir í staðalímyndum kynjanna og stelpur. Aðspurð segir Inga Dóra íslenska karlmenn taka vel í herferðina. „Það er hægt að fylgjast með á heimasíðu UN Women hversu margir hafa skráð sig til þátttöku í herferðinni. Herferðin er auðvitað nýbyrjuð en 83 íslenskir karlar hafa þegar skráð sig til þátttöku. Til samanburðar hafa 74 skráð sig í Kína.“ Inga Dóra bendir einnig á þátttöku ungra stráka í Ungmennaráði UN Women á Íslandi sem fer til dæmis í framhaldsskóla og kynnir starfsemi og herferðir samtakanna. Hún segir það frábært hversu móttækilegir ungir menn séu fyrir mikilvægi jafnréttisbaráttunnar. Emma Watson, velgjörðarsendiherra UN Women, flutti ræðu í höfuðstöðvum SÞ í tilefni af herferðinni sem vakið hefur mikla athygli. Í ræðunni talaði hún meðal annars um hversu óvinsæll femínismi virðist vera og gerir það verkum að konur velja að skilgreina sig ekki sem femínista. Ræðuna má sjá hér að neðan. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
HeForShe-herferð UN Women var formlega kynnt um helgina í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York. Herferðin hefur það að markmiði að fjölga körlum sem styðja jafnrétti kynjanna. „Það sem þessi herferð er fyrst og fremst að benda á er að jafnréttisbaráttan er ekki einkamál kvenna heldur eigum við öll að vera saman í þessu,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Lögð er áhersla á það í herferðinni hvað kynin eiga sameiginlegt frekar en það hvað greinir þau í sundur. Inga Dóra segir jafnframt mikilvægt að beina sjónum því að ungir strákar geti verið alveg jafnfjötraðir í staðalímyndum kynjanna og stelpur. Aðspurð segir Inga Dóra íslenska karlmenn taka vel í herferðina. „Það er hægt að fylgjast með á heimasíðu UN Women hversu margir hafa skráð sig til þátttöku í herferðinni. Herferðin er auðvitað nýbyrjuð en 83 íslenskir karlar hafa þegar skráð sig til þátttöku. Til samanburðar hafa 74 skráð sig í Kína.“ Inga Dóra bendir einnig á þátttöku ungra stráka í Ungmennaráði UN Women á Íslandi sem fer til dæmis í framhaldsskóla og kynnir starfsemi og herferðir samtakanna. Hún segir það frábært hversu móttækilegir ungir menn séu fyrir mikilvægi jafnréttisbaráttunnar. Emma Watson, velgjörðarsendiherra UN Women, flutti ræðu í höfuðstöðvum SÞ í tilefni af herferðinni sem vakið hefur mikla athygli. Í ræðunni talaði hún meðal annars um hversu óvinsæll femínismi virðist vera og gerir það verkum að konur velja að skilgreina sig ekki sem femínista. Ræðuna má sjá hér að neðan.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira