Enski boltinn

Rodgers óttast ekki að missa Sterling

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rodgers og Sterling ræða saman.
Rodgers og Sterling ræða saman. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur ekki áhyggjur þó svo að Raheem Sterling hafi vakið athygla stórliða á borð við Real Madrid.

Hann er í lykilhlutverki hjá bæði Liverpool og enska landsliðinu þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára gamall.

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum hefur Carlo Ancelotti, stjóri Madrídinga, fylgst náið með Sterling undanfarið og sé efstur á óskalista spænska risans.

„Það væri hægt að orða Raheem við hvert einasta félag í heiminum,“ sagði Rodgers á blaðamannafundi í gær. „Ég hef ekki áhyggjur af þessu.“

Sterling spilaði í 120 mínútur með Liverpool í deildabikarnum í vikunni en Rodgers segir að hann verði klár fyrir grannslaginn gegn Everton á sunnudag.

„Raheem er strákur sem er í afar góðu formi. Ég tel að þetta verði ekki vandamál fyrir hann.“

Rodgers viðurkennir að það hafi reynst erfitt að jafna sig á brotthvarfi leikmanna eins og Luis Suarez en liðið hefur átt erfitt uppdráttar í upphafi tímabilsins.

„Þetta brotnar svolítið þegar maður missir kjarna af leikmönnum. Það hefur sést á frammistöðu okkar.“


Tengdar fréttir

Rooney: Frábært að spila með Sterling

Wayne Rooney, nýskipaður fyrirliði enska landsliðsins, segir að liðið geti spilað mun betur en það gerði í 1-0 sigri á Noregi á Wembley í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×