Innlent

Reyndi að tæla stúlku upp í bíl

Samúel Karl Ólason skrifar
MYND/VILHELM/REYKJAVÍKURBORG
Maður reyndi að tæla stúlku á yngsta stigi upp í bíl sinn í morgun þar sem hún var á leið sinni í Háteigsskóla. Stúlkan hljóp frá manninum og gaf lögreglunni greinargóða lýsingu af atburðinum og er málið í rannsókn.

Þetta kemur fram í tölvupósti frá skólastjóra Háteigsskóla til foreldra. Þar segir að mikilvægt sé að foreldrar brýni fyrir börnum sínum nokkrar mikilvægar reglur.

Meðal annars eiga þau að reyna að vera samferða í skólann og heim. Þiggja ekki sælgæti hjá ókunnugum og fara ekki upp í bíl til ókunnugra.

Starfsfólki skólans var gert viðvart og um atvikið og kennarar ræddu árvirkni við börnin, eins og foreldrar voru hvattir til að gera.


Tengdar fréttir

Þreytt á aðgerðaleysi og hjali um vellíðan barna

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir segir að taka verði alvarlega niðurstöður úr PISA-könnun um að árangur sé ekki viðunandi. Yfirvöld í Reykjavík þurfa að hlusta á grasrótina, segir Ásgeir Beinteinsson skólastjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×